Hugur - 01.06.2002, Qupperneq 9
Inngangur ritstjóra
Hugur
Svona má áfram telja en þegar upp er staðið er niðurstaðan því mið-
ur sú að áhrifaleysi heimspekinnar er áfram átakanleg staðreynd
þegar litið er til þessara hluta. Það er svosem ekki eins og einhver
hafi eitthvað á móti heimspeki, en hún er ekki endilega með, hún má
missa sín. Ef málum er svona komið ætti þá ekki einhverjum að
renna blóðið til skyldunnar, til dæmis þeim sem fást við félagslega
heimspeki, stjórnmálaheimspeki eða siðfræði og sem vilja vera í
tengslum við samfélag og pólitík? Það má kannski að einhverju leyti
heimfæra áhyggjur af þessu tagi upp á bandaríska heimspekinginn
Richard Rorty og lausn hans er fremur einfóld: Við eigum ekki að
halda að heimspeki sé eitthvað sérstakt - að heimspekilegar spurn-
ingar eða svörin við þeim séu eitthvað meira eða merkilegra en hvaða
tilraun til að svara hvaða spurningu sem er. Svar hans er því í raun
að best sé að gefa heimspekina upp á bátinn - en það finnst kannski
sumum heldur langt gengið.
Önnur leið er hinsvegar sú að reyna að nálgast þau efni sem efst eru
á baugi innan fræðanna á þann hátt að það skapi samræðu og vits-
munatengsl við aðrar fræðigreinar. Þessu er því miður mjög ábóta-
vant. Margir heimspekingar hika ekki við að hafna sem bábiljum
mörgu því sem kollegar þeirra í öðrum fræðigreinum takast á um.
Femínismi, í sínum nýjustu birtingarmyndum og margir straumar
menningarfræði, kynjafræði og annars sem fengist er við í háskólum
eru stundum afgreiddir á einu bretti sem nýmóðins afstæðishyggja er
eigi ekkert sameiginlegt með hinu mikla verkefni heimspekinnar að
koma einhvers konar raka- og skynsemisböndum á helstu þætti
mannlegrar reynslu og hugsunar. Furðuleg afstaða margra heim-
spekinga til þeirra laustengdu og um margt losaralegu hugmynda
sem stundum eru kenndar við póstmódernisma er annað dæmi um
einhverskonar höfnun sem stundum er erfitt að skilja, ekki síst þeg-
ar hún kemur fram í langdregnum heimsósómaskrifum um hvernig
fræðunum, ef ekki bara hugsun mannsins, fari hrakandi með hveiju
nýju sem fólki dettur í hug að fást við í háskólum.1
Þessi 14. árgangur Hugar er sumpart tilraun til að sýna heimspek-
ina í Qölbrejdni sinni og til að taka undir með Donald Davidson um
það að í heimspeki, eins og öðrum greinum hugvísinda, eða „frjálsra
1 Hér vísa ég til greinaflokks í Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum um póst-
módernisma. Höfundurinn var Kristján Kristjánsson: „Tíðarandi í aldarlok",
10 greinar, Lesbók Morgunblaðsins, 6. sept,- 8. nóv. 1997; „Tíðarandi í aldar-
lok, eftirmáli, fyrri og síðari hluti: Málsvörn heimspekings - Áréttingar um
póstmódernisma", Lesbók Morgunblaðsins, 24. og 31. jan. 1998.
7