Hugur - 01.06.2002, Page 13
Hugur, 14. ár, 2002
s. 11-24
„Það hefur aldrei verið markmið
hjá mér að þróa alltumfaðmandi
heimspekikerfi“
Mikael Karlsson ræðir við Donald Davidson
Donald Davidson er fremstur í röð núlifandi amerískra heimspekinga
og hefur varanlega sett mark sitt á rökgreiningarheimspeki 20. ald-
ar. Verk hans ná meðal annars yfir málspeki, heimspekilega sálar-
fræði, athafnafræði og þekkingarfræði.
A tímabilinu 1.-12. nóvember 2002 heimsótti Donald Davidson ís-
land í fyrsta sinn, sem Fulbright-gestafræðimaður og gestur Háskóla
Islands. Hann kenndi við heimspekiskor um málspekileg efni, nánar
tiltekið um eigin kenningu um umsagnir og hélt opinberan fyrirlest-
ur í boði Heimspekideildar háskólans.
Viðtalið sem hér er birt var tekið 2. nóvember 2002. í styttri gerð
birtist það í Lesbók Morgunblaðsins 9. nóvember 2002. Hér bætist við
kafli um verk Davidsons í líkinda- og ákvörðunarfræði, dálítil umíjöll-
un um Freud og kafli um deilur hans við John McDowell um samband
hugar og heims.1
Prófessor Davidson, þú ert víða álitinn „heimspekingur handa heim-
spekingum“, skrifar að mestu leyti í rökgreiningarstíl um efni sem fólk
segir vera „tæknilegeinkum gæti maður nefnt framlag þitt til mál-
spekinnar, um merkingu og sannleika og verk þín um þekkingarfræði
og verufræði atburða. Samt sem áður var doktorsritgerð þín um þátt
úr sögu heimspekinnar, nefnilega Fílebos Platons. Ef til vill má því
segja aðra sögu af þér sem heimspekingi en þá sem maður heyrir oft.
1 Höfundur þakkar þýöanda þessa viðtals, Geir Þ. Þórarinssyni, fyrir ánægju-
legt samstarf og Þorsteini Gylfasyni og Jóni Ólafssyni fyrir yfirlestur og góð-
ar ábendingar.
11