Hugur - 01.06.2002, Page 22
Hugur
Mikael Karlsson ræðir við Donald Davidson
nokkrum árum, sem var sögð vera um Heidegger og mig. Ég fór á
hana vegna þess að ég hélt að ég myndi komast að því hvað það er
sem ég á að eiga sameiginlegt með Heidegger. En ég er hræddur um
að ég hafi ekki komist að miklu. Fylgjendur Heideggers rifust að
mestu leyti sín á milli um hvað Heidegger hefði sagt. Afleiðingin varð
sú að ég komst aldrei að því hver líkindin væru. Raunar hélt ein
manneskja frekar hástemmda tölu um það hversu gjörólíkar skoðan-
ir okkar Heideggers væru. Það var Charles Taylor. Hann hélt því fram
að skoðanir mínar á tungumálinu, sem hann hafði úr málspeki minni
á þeim tíma, tækju ekkert tillit til félagslegrar hliðar tungumálsins;
á meðan ég hélt að skoðanir mínar, ekki bara á máli heldur einnig á
hugsun, væru félagslegar frá rótum. Þannig að áhersla á félagsleg
einkenni í grundvallaratriðum máls og hugsunar er ef til vill annað
sameiginlegt atriði í skoðunum okkar Heideggers.
Richard Rorty, sem ég minntist á áðan, er maður sem hefur bent á þig
sem heimspekilegan bandamann sinn. Hvaða skoðun hefurðu á því?
Vegna þess að við fyrstu sýn - sama á kannski við um Heidegger -
virðast grundvallarviðhorf ykkar eins frábrugðin og hugsast getur;
eigi að síður er þessu haldið fram. Sérðu einhvern grundvöll fyrir
þessu?
Við Rorty höfum þekkst í mörg ár. Við vorum starfsfélagar á
Princeton og urðum góðir vinir þá og höfum verið það síðan. Vissulega
eru einhver vitsmunaleg tengsl. Eitt af því sem hann hefur lagt
áherslu á er að ég hef haldið áfram einhverri af gagnrýni Quines á
rökfræðilega raunhyggju, með hætti sem Quine gerði ekki og hef
gengið lengra en Quine. Og það er Rorty mjög að skapi. Hann álítur
gagnrýni mína gefa til kynna „endalok þekkingarfræðinnar“ eins og
við erum vön að hugsa um hana. Ég álít hana ekki byltingarkennda
- og sannarlega ekki svo að hún bendi til endaloka heimspekinnar
eins og við þekkjum hana. Hvað sem því líður hefur Rorty oft skrifað
um verk mín og það eru ákveðin atriði sem hann lofar og önnur atriði
sem hann lofar ekki; og hann er sífellt að segja mér að ég ætti að fara
í eina átt frekar en aðra. Það sem honum líkar ekki er hálftæknileg-
ur áhugi minn á merkingarfræði náttúrulegra tungumála eða á ein-
hverju sem snertir rökfræði með alvarlegum hætti. Honum finnst að
ég ætti að segja skilið við allt slíkt. Honum líkar mjög grein eftir mig
sem heitir „A Nice Derangement of Epitaphs11, sem er gagnrýni á til-
tekinn hátt við að beita formlegum aðferðum. En hann álítur gildi
hennar vera mun víðtækara en ég. Það sem hefur haldið okkur sam-
20