Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 27
Hugur, 14. ár, 2002
s. 25-46
s s
Garðar A. Arnason
Nýjasta tækni og vísindi
Erfðavísindi og líftækni í samfélagsmat
Um Genin okkar eftir Steindór J. Erlingsson
Útgefandi: Forlagið, 2002
1.
Samkvæmt fréttavef Morgunblaðsins hækkaði gengi hlutabréfa de-
CODE genetics Inc., móðurfélags íslenskrar erfðagreiningar, um
2,62% á NASDAQ hlutabréfamarkaðnum þann 21. október 2002, dag-
inn áður en þessi orð eru skrifuð. Lokagengi bréfanna var einn banda-
ríkjadalur og 96 sent á hlut og nam hækkunin fimm sentum þann
daginn.1 Þegar deCODE var skráð á NASDAQ í júlí árið 2000 var
gengi hlutabréfanna 18 dalir og fór lokagengi þeirra hæst í 28,70 dali
11. september sama ár. Aður en hlutabréf deCODE voru skráð á NAS-
DAQ gengu hlutabréf í fyrirtækinu kaupum og sölum á gráa mark-
aðnum svokallaða á Islandi fyrir allt að 65 bandaríkjadali.2
Þessi grein byggir á rannsóknarverkefni mínu um erfðavísindi og áhrif
þeirra á Islandi, sem hlotið hefur styrk úr Vísindasjóði Rannsóknarráðs ís-
lands. Ég þakka Jóni Ólafssyni og Skúla Sigurðssyni gagnlegar ábendingar
og athugasemdir.
1 Fréttavefur Morgunblaðsins, www.mbl.is, 22. október 2002. Á NASDAQ
hlutabréfamarkaðnum eru einkum hlutabréf í hátæknifyrirtækjum en
einnig í ungum, framsæknum fyrirtækjum á sviði smásölu, fjarskipta og fjár-
málaþjónustu.
2 Steindór J. Erlingsson: Genin okkar, Reykjavík: Forlagið 2002; bls. 21. James
Meek: „Decode Was Meant to Save Lives ... Now It’s Destroying Them“ í The
Guardian 31. okt. 2002 (www.guardian.co.uk/g2/story/0,3604,822816,00.
html). Sjá einnig upplýsingar um gengi hlutabréfa í deCODE genetics Inc. á
vefsíðu NASDAQ: www.nasdaq.com.
25