Hugur - 01.06.2002, Qupperneq 28
Hugur
Garðar A. Arnason
Það er áhugavert að bera saman þessar fjórar tölur: 65 - 18 - 28,70
- 1,96. Fyrsta talan, 65, ber vott um miklar væntingar Islendinga til
Islenskrar erfðagreiningar snemma vors árið 2000. Önnur talan, 18,
gefur til kynna mat fagfjárfesta á deCODE þegar það hélt innreið
sína á bandaríska hlutabréfamarkaðinn í júlí 2000. Þriðja talan,
28,70, markar þau tímamót þegar líftæknibólan nær hámarki sínu
um haustið 2000. Fjórða talan, 1,96, sýnir að líftæknibólan er sprung-
in og endurspeglar tortryggni íjárfesta í garð deCODE sem og líf-
tækniiðnaðarins í heild sinni haustið 2002.
Ef til vill hlakkar í sumum „öfundarmönnum“ Islenskrar erfða-
greiningar (en svo hafa gagnrýnendur stundum verið nefndir á opin-
berum vettvangi) yfir óförum fyrirtækisins og líftækninnar almennt
á miskunnarlausum fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum. En ég rek
þessar ófarir hvorki sjálfum mér né öðrum til skemmtunar, heldur til
að setja ramma í tölum og tíma um ákveðnar spurningar. Fyrsta
spurningin er: Hvernig gátu svo miklar væntingar skapast og hvaða
hlutverk spila vísindi og tækni í að skapa slíkar væntingar? Af þess-
ari spurningu leiðir önnur: Hvers konar gagnrýni er þörf til að skapa
mótvægi gegn valdi vísinda og tækni og til að veita því aðhald og jafn-
vel mótspyrnu?
I Genunum okkar setur Steindór J. Erlingsson, líf- og vísindasagn-
fræðingur, fram gagnrýni á lífvísindi og líftækni - sem kalla mætti líf-
tæknivísindi þar sem greinarmunurinn á lífVísindum og líftækni er
oft óljós - einmitt sem mótvægi við gagnrýnislitla og grandalausa um-
Qöllun íslenskra Qölmiðla um Islenska erfðagreiningu og líftæknivís-
indin sem fyrirtækið byggir tilverurétt sinn á. íslenskir fréttamiðlar
hafa verið ótrúlega auðtrúa og ógagnrýnir í fréttaflutningi af fyrir-
tækinu, sem sprettur ekki af hlutleysi þeirra: Hlutleysi fréttamiðla
krefst gagnrýninnar afstöðu. Mest hefur borið á gagnrýni í aðsendum
greinum í Morgunblaðinu og DV, en hana hefur einnig verið að finna
í umfjöllun smærri fjölmiðla, svo sem Dags sem var og hét, Frétta-
blaðsins og Silfurs Egils á vefnum strik.is. Ef til vill hefur Ríkisút-
varpið verið gagnrýnast af stærri fjölmiðlum landsins. Gagnrýnin í
þessum Qölmiðlum hefur að mestu beinst að siðferðilegum álitaefn-
um, tengslum fyrirtækisins við stjórnvöld og að lagasetningum Al-
þingis í þágu fyrirtækisins í tengslum við miðlægan gagnagrunn á
heilbrigðissviði og skuldaábyrgð ríkisins. Slík gagnrýni á fullan rétt á
sér, en skort hefur á gagnrýni á líftæknivísindin sjálf sem forsvars-
menn og fylgismenn fyrirtækisins hafa sótt kennivald til. Eins og
Steindór færir rök að í bók sinni, þá eru vísindi og tækni ekki hafin
26