Hugur - 01.06.2002, Side 30
Hugur
Garðar Á. Árnason
sóknum. Hann rekur lauslega tengsl íslenskrar erfðagreiningar og
stjórnvalda í fyrsta og jafnframt stysta kafla bókarinnar, en þó ekki
nema helstu atriði. Það sem skiptir meginmáli er ekki þessi tengsl út
af fyrir sig, heldur almennari tengsl líftækni og lýðræðis, sem Stein-
dór fjallar um í fjórða og síðasta kafla bókarinnar. Annar kafli bókar-
innar og sá fyrirferðarmesti snýst um annað meginvandamálið sem
rís við landnám líftækninnar á Islandi, en það tengist fræðilegum
grundvelli líftæknifyrirtækja, þ.e. erfðafræði og líftækni, og þeirri
mynd sem almenningi er gefin af erfðafræði. Steindór leggur þar sér-
staka áherslu á hlutverk smættarhyggju og nauðhyggju í umræðu um
erfðafræði og líftækni. Þriðji kaflinn, sem nefnist „Vísindatrúin“,
snýst um ekki veigaminna vandamál, nefnilega eðli vísinda og grund-
völl kennivalds þeirra. Þar er gengið inn á akademískan vígvöll, því
þetta vandamál hefur verið í miðju raunvísindastríðanna svokölluðu.
Fjórði kafli bókarinnar fjallar um tengsl líftækni og lýðræðis, eins og
áður er getið. Þar fjallar Steindór meðal annars um hugsanlegar af-
leiðingar líftækni í tengslum við hnattvæðingu og aðra strauma í
stjórnmálum samtímans.
I Genunum okkar leggur Steindór til að erfðafræði og líftækni verði
sett í samfélagsmat, eins og stórframkvæmdir verða nú að fara í um-
hverfismat. Að hans mati er nauðsynlegt að kanna hvaða áhrif tækni
og vísindi hafa á samfélagið, einkum þegar um er að ræða stórar vís-
indaáætlanir eins og gagnagrunnsverkefni Islenskrar erfðagreining-
ar og stefnu lyfjaerfðamengjafyrirtækja í lyfjaþróun. Röksemdafærsla
bókarinnar er í stuttu máli þessi: Við (Islendingar) höfðum (og höfum
enn?) of miklar væntingar til líftæknifyrirtækja á borð við íslenska
erfðagreiningu vegna þess hve auðtrúa og gagnrýnislaus við erum
gagnvart lífvísindum og líftækni. Við erum auk þess of grandalaus
gagnvart þeim hættum sem felast í pólitísku markmiðunum sem að
baki búa (einkum hvað snertir áhrif líftækni og erfðafræði á læknis-
fræði og stefnumótun í heilbrigðismálum). Við þessu þarf að bregðast
með vísindagagnrýni, sem um leið væri grunnur að árangursríku
samfélagsmati. Vísindagagnrýnin er í þrem þrepum:
1. Sýnt er að erfðafræðin er mun flóknari og óvissan meiri en for-
svarsmenn líftæknifyrirtækja reyna að telja okkur trú um. Algengum
ranghugmyndum um erfðafræði er eytt.
2. Sýnt er að vísindi almennt séu ekki byggð á þeim kletti hlutlægs
raunveruleika og hlutlausrar rökhugsunar sem sagt er frá í alþýðleg-
um ritum um vísindi og í Qölmiðlum.
3. Sýnt er að vísindi séu nátengd samfélagi og stjórnmálum. Vís-
28