Hugur - 01.06.2002, Side 33

Hugur - 01.06.2002, Side 33
Nýjasta tækni og vísindi Hugur hyggja? Smættarhyggjunni fylgdi skyld hugmynd: nauðhyggja. Steindór lýsir erfðafræðilegri nauðhyggju sem „ofuráherslu líívís- indamanna og almennings á genin.“ (Genin okkar, bls. 41). Þetta er þó fremur afleiðing eða ein birtingarmynd nauðhyggjunnar en nauð- hyggjan sjálf. í orðskýringum bókarinnar er erfðafræðileg nauðhyggja skilgreind sem „sú hugmynd að öll einkenni einstaklings séu sprott- in af genunum sem hann hefur í líkamanum“ (Genin okkar, bls. 139). Enn nákvæmara væri að lýsa erfðafræðilegri nauðhyggju sem þeirri hugmynd að hver einstakur eiginleiki lífveru sé nauðsynlega ákvarð- aður af einstöku geni eða fáeinum genum. Til að gera langa sögu stutta þá er erfðafræðileg nauðhyggja í þess- um skilningi röng og enginn erfðafræðingur heldur henni fram - a.m.k. ekki í neinni vísindalegri alvöru. Smættarhyggjan lifir samt góðu lífi, ekki síst í opinberri umræðu, því hægt er að hafna nauð- hyggjunni án þess að hafna smættarhyggju: Þó að einstök gen ákvarði ekki nauðsynlega ákveðna eiginleika þá er samt hugsanlegt að besta skýringin á mörgum eiginleikum sé erfðafræðileg. Tökum dæmi: Francis S. Collins, Lap-Chee Tsui og Jack Riordan eru oft sagð- ir hafa uppgötvað árið 1989 genið sem veldur slímseigjusjúkdómnum (CF-genið). Þeir fundu stökkbreytt gen sem nefnist delta 508 og er stökkbreytinguna að fínna í um 70% Evrópubúa sem þjást af sjúk- dómnum. Síðan þá hafa mörg hundruð stökkbreytingar fundist sem valda sama sjúkdómi. Stökkbreytingin sem þremenningarnir fundu ei’ ekki nauðsynlegt skilyrði fyrir sjúkdómnum, því að ótal aðrar stökkbreytingar geta einnig valdið honum. Stökkbreytingin er ekki nægjanlegt skilyrði fyrir sjúkdómnum heldur, því að einstaklingur æeð stökkbreytta genið, eða meingenið, getur dáið af öðrum orsökum 7 T I vísindaheimspeki er smættarhyggju yfirleitt lýst þannig að kenningar einn- ar vísindagreinar megi leiða af kenningum annarrar vísindagreinar, þar sem fyrri vísindagreinin fæst við hluti sem samanstanda af einingum sem seinni vísindagreinin fæst við. Þannig megi leiða efnafræðikenningar af eðlisfræði- kenningum og líffræðikenningar af efnafræðikenningum. Deilt er um hvort tekist hafi að smætta klassíska erfðafræði Mendels í sameindaerfðafræði, þ.e. hvort leiða megi lögmál Mendels af kenningum í sameindaerfðafræði. Sjá t.d. Sahotra Sarkar: Genetics and Reductionism (Cambridge: Cambridge Un- iversity Press 1998); og einnig Peter Beurton o.fl. (ritstj.): The Concept ofthe Gene in Development and Evolution, Cambridge: Cambridge University Press 2000; einkum grein Beurtons sjálfs: „A Unified View of the Gene, or How to Overcome Reductionism," bls. 286-314. Steindór notar smættar- hyggju í víðari merkingu til að vísa til áherslunnar á hið smáa; gen í lífver- um og frumeindir í dauðum hlutum. 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.