Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 35
Nýjasta tækni og vísindi
Hugur
vel skaðlegt sé að leita félagslegra eða pólitískra leiða til að bæta hag
þeirra sem verst eru settir í þessum efnum. Steindór rekur ágætlega
gagnrýni Lewontins, sem beinist þó ekki einungis að alþýðlegu hug-
myndinni um erfðafræðilega nauðhyggju, heldur líka smættarhyggj-
unni sjálfri sem er mun útbreiddari í lífvísindum og líftækni heldur
en nauðhyggjan, eins og áður var bent á.
Gagnrýni Lewontins minnir á heildarhyggju Johannsens: Einstak-
lingurinn er í heild sinni afurð heildarsamsetningar arfgerðarinnar í
samspili hennar við umhverfið. Lewontin gagnrýnir því ekki einung-
is þá hugmynd að hverjum eiginleika lífveru samsvari eitt gen, held-
ur einnig þá hugmynd að hver eiginleiki (eða flestir eiginleikar) líf-
veru eigi rætur að rekja til nokkurra gena sem saman ákvarða eigin-
leikann (að eðlilegum umhverfisskilyrðum gefnum). Þó leggur Le-
Wontin minni áherslu á heildarsamsetningu arfgerðarinnar en Jo-
hannsen gerði, en þeim mun meiri á áhrif umhverfis og tilviljana í
þroskaferli lífverunnar.
Slímseigjusjúkdómurinn, sem að ofan er getið, nýtist Steindóri vel
sem dæmi um eiginleika sem erfist samkvæmt lögmálum Mendels og
til að útskýra grundvallaratriði sameindaerfðafræði. En fæstir sjúk-
dómar erfast samkvæmt lögmálum Mendels. Eins og Steindór bendir
réttilega á, þá „er talið að flestir sjúkdómar sem hrjá okkur, að smit-
sjúkdómum undanskildum, orsakist af flóknu innbyrðis samspili
óskilgreinds fjölda gena og af flókinni víxlverkun þeirra við umhverf-
(Genin okkar, bls. 55).
I raun er sjálfgefið að sjúkdómar orsakist af erfðum og umhverfi,
vegna þess að „umhverfi“ þýðir allar aðrar orsakir en erfðafræðilegar
orsakir og gen geta ekki haft neinar afleiðingar ein og sér án um-
hverfis. Meginvandinn er hvort vegur þyngra, gen eða umhverfi, í or-
sökum sjúkdóma (og almennt þegar um er að ræða orsakir líffræði-
legra eiginleika). Líftæknifyrirtæki eins og íslensk erfðagreining
leggja áherslu á erfðaþáttinn, gagnrýnendur benda á mikilvægi um-
hverfisins. Líftæknifyrirtækin vilja finna erfðafræðilega orsakaþætti
sjúkdóma til þess að geta greint og læknað þá eða jafnvel fyrirbyggt
þá. Slímseigjusjúkdómurinn er ágætt dæmi um erfðafræðilega ein-
feldan sjúkdóm þar sem erfðafræðilegir orsakaþættir hafa lengi ver-
ið vel þekktir, án þess að það hafi leitt til lækningar og varla til not-
hæfra genaprófa.10 í raun hafa engin lyf verið þróuð með því að
hyggja á þekkingu á erfðafræðilegum orsökum sjúkdóms. Ég hef enn
10 Vandinn við genaprófin í þessu tilfelli er að svo margar stökkbreytingar eru
þekktar að of dýrt er að leita þeirra allra í einstaklingi. Þó eru genapróf í
33