Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 37
Nýjasta tækni og uísindi
Hugur
hvors flokks sem þar tekst á. Með nokkurri einfóldun má þó segja að
í öðrum flokknum séu þeir sem telja að vísindaleg þekking sé (eða eigi
að vera) hlutlæg og hlutlaus, og í hinum flokknum séu þeir sem telja
að vísindaleg þekking sé óhjákvæmilega huglæg (eða öllu heldur af-
sprengi menningar og samfélags) og gildishlaðin. Hinir fyrri álíta vís-
indalega þekkingu samsvara raunveruleikanum eins og hann er í
raun og veru óháð mannshuga og samfélagi, þeir treysta á skynsem-
ina og bera mikla virðingu fyrir vísindunum. Hinir síðari álíta vís-
indalega þekkingu mótast af samfélagi og menningu, þeir gagnrýna
ofurtrú á mátt skynsemi og rökhugsunar (sem er rakin til upplýsing-
arinnar og jafnvel til Platons) og vilja sumir steypa vísindunum af
stalli sem hreinni og jafnvel heilagri sannleiksleit.
Steindór tekur mjög ákveðna afstöðu með seinni flokknum í þessum
fræðilegu og (ekki síður) pólitísku átökum. Hann setur raunvísinda-
menn í fyrri flokkinn og raunvísindafræðinga í seinni flokkinn. (Þ.e.
þá sagnfræðinga, heimspekinga, félagsfræðinga og fleiri sem hafa vís-
indin að viðfangsefni sínu. Þess verður þó að geta að í fyrri flokknum
eru margir vísindaheimspekingar og mig grunar að þar séu líka all-
margir vísindasagnfræðingar og vísindafélagsfræðingar). í upphafi
þriðja kafla, sem nefnist „Vísindatrúin“, segir Steindór að raunvís-
indamenn séu nú „að veija rétttrúnaðinn sem felst í hugmyndinni um
hlutlægan raunveruleika ..." (Genin okkar, bls. 78). Raunvísindamenn
boða sem sé það fagnaðarerindi að vísindaleg þekking byggi á hlut-
lægum veruleika, en ekki á tilviljanakenndum öflum menningar og
samfélags.
Flokkaskiptingin sem ég lýsi hér að framan er einfólduð um of.
Margir sem gagnrýna vísindin vilja ekki kannast við að bera litla
virðingu fyrir vísindunum, né að hafa neitt á móti skynseminni. Þeir
halda því ekki fram að vísindaleg þekking sé huglæg, heldur vilja
hafna greinarmuninum á huglægu og hlutlægu. Þeir gætu jafnvel
sagt að vísindin segi okkur heilmikið um hvernig veruleikinn er, þrátt
fyrir að vísindastarfsemi hvíli nauðssmlega á félagslegum, menning-
arlegum, sögulegum og jafnvel pólitískum grunni. Ég held að Stein-
dór gæti til dæmis sjálfur samþykkt þetta allt.
Það er einnig varasöm einföldun að lýsa öllum verjendum
vísindanna sem trúboðum, sem boði blinda trú á vísindin og guð
Sigurðsson: „Framfarir, hugsanafrelsi og rofabörð: Hugleiðingar um vísinda-
og tæknisögu.“ Islenskir Sagnfræðingar: Seinna bindi: Viðhorf og rannsóknir.
Ritstjórar Loftur Guttormsson o.fl. (Reykjavík: Mál og mynd 2002), bls.
433-440.
35