Hugur - 01.06.2002, Page 39
Nýjasta tækni og vísindi
Hugur
leika“ var í þessum átökum, en hann segir: „Markmið raunvísindanna
virðist því vera að verja hugmyndina um hlutlægan veruleika, sem
talinn [svo] er æðri hugmyndum eingyðistrúarbragðanna um tilvist
guðs.“ (Genin okkar, bls. 85.) Vandinn er hins vegar sá að trúarbrögð-
in gera ekki síður tilkall til þess að segja okkur sannleikann um hlut-
lægan veruleika. Eingyðistrúarbrögð boða ekki að tilvist guðs sé
sögulegur tilbúningur eða einungis sönn fyrir ákveðin samfélög en
ekki önnur. Þau boða að tilvist guðs sé hlutlægur veruleiki. Hér væri
fróðlegt að fá að vita meira um hvort árekstra vísinda og trúarbragða
megi að einhveiju leyti rekja til þess að munur hafi verið á hugmynd
þeirra um hlutlægan veruleika, og jafnframt hvort sú hugmynd hafi
tekið breytingum í sögunnar rás.
Raunvísindafræðingar, segir Steindór, ráðast beint að grundvelli
raunvísindanna, nefnilega hugmyndinni um hlutlægan raunveru-
leika. Hér fer heimspekinginn að klæja í fingurna að takast á við
þessi hugtök og þau rök sem kunna að vera gegn hugmyndinni um
hlutlægan raunveruleika. En því miður er farið hratt yfir sögu og lít-
ið sem ekkert hugað að því hvað felst í hugtökunum. Steindór nefnir
eigin heimspeki samhengishyggju (e. contextualism). Hann segir
hana vera milliveg á milli smættarhyggju og heildarhyggju og lýsir
henni svo:
... margir raunvísindafræðingar hafna tvíhyggjunni sem ein-
arðir talsmenn raunvísindanna boða og vilja ekki líta svo á að
heimurinn skiptist í tvo hluta, það sem er raunverulegt og það
sem er óraunverulegt. Með því móti gera þeir að engu ásakan-
ir um að þeir séu afstæðishyggjumenn. Þeir hafna því að hlut-
ir geti verið annað hvort hlut- eða huglægir. (Genin okkar, bls.
85.)
Fyrsta athugasemd heimspekings við þetta gæti verið að hugtaka-
parið hlutlægt og huglægt (objective/subjective) megi skilja ýmist
þekkingarfræðilegum skilningi eða verufræðilegum. í verufræðileg-
um skilningi er setning hlutlæg ef hún er sönn eða ósönn um veru-
leikann óháð mannshuganum, en huglæg ef hún veltur á okkur en
ekki veruleikanum utan okkar. í þekkingarfræðilegum skilningi er
skoðun hlutlæg ef hún er byggð á gildum rökum og athugunargögn-
um, en huglæg ef hún er byggð á ástæðum sem hafa ekkert með
sannleiksgildi hennar að gera. Þetta má skýra með eftirfarandi
töflu:
37