Hugur - 01.06.2002, Page 40
Hugur
Garðar Á. Árnason
Hlutlægt Huglægt
Verufræði Vatn er H20 (staðreynd um raunveruleikann óháð okkur) Vatn er bragðlaust (stað- reynd um okkur, ekki um óháðan veruleika)
Þekkingarfræði Sú skoðun að vatn sé H20 (byggt á hefðbundnum niðurstöðum efnafræði) Sú skoðun að vatn sé þvag Seifs (stafar af því að reykja of mikið dóp og lesa samtímis llíonskviðu)
Þannig getur ein og sama setningin verið verufræðilega huglæg en
þekkingarfræðilega hlutlæg. „Hreinn sítrónusafi er súr á bragðið“ er
verufræðilega huglæg skoðun, því bragð er háð mannshuganum. En
skoðunin er þekkingarfræðilega hlutlæg, því við komumst að henni
með því að bragða hreinan sítrónusafa við ýmis ólík tækifæri og finn-
um að hann er alltaf súr. Við höfum góðar ástæður til að trúa því að
hreinn sítrónusafi sé súr og þessi skoðun er því hlutlæg (í þekkingar-
fræðilegum skilningi).14
Mig grunar að Steindór, og raunvísindafræðingarnir sem hann tel-
ur flesta ef ekki alla til eigin flokks, vilji hafna verufræðilega greinar-
muninum á hlutlægu og huglægu. En málið vandast mjög ef þeir vilja
líka hafna þekkingarfræðilega greinarmuninum, því þá eru þeirra
eigin rök marklaus og öll sönnunargögn þeirra jafn góð og þau eru
slæm. Þar með væru þeir vissulega ekki sekir um afstæðishyggju, en
í staðinn væri málflutningur þeirra rakalaus samkvæmt þeirra eigin
kenningu. Ef því er hafnað að hægt sé að gera greinarmun annars
vegar á rökum sem styðja eða mæla gegn sannleiksgildi setningar eða
kenningar og hins vegar á rökum sem hafa ekkert með sannleiksgildi
viðkomandi setningar eða kenningar að gera, þá er rökræðunni þar
með lokið. Þótt nauðsynlegt sé að gera þekkingarfræðilega greinar-
muninn á hlutlægu og huglægu, þá þýðir það samt ekki að hann sé án
vandkvæða. Þannig er ekki hlaupið að því að skilgreina hvað séu góð
rök og gild sönnunargögn. Ljóst er að þær aðferðir sem við höfum við
að meta gildi raka og vægi sönnunargagna (og sérstaklega hvað get-
ur yfirleitt talist til sönnunargagna) hafa að vissu marki breyst í tím-
ans rás og eiga sjálfsagt enn eftir að breytast. En það þýðir ekki að við
höfum sjálfdæmi um hvaða rök eru góð og hver slæm, eða hvaða sönn-
unargögn styðja kenningu (eða koma henni yfirleitt við) og hver
14 Umfjöllun mín hér um hlutlægni og huglægni byggir á bók James R. Brown
Who Rules, sjá bls. 101-104. Taflan er fengin úr sömu bók, bls. 103.