Hugur - 01.06.2002, Qupperneq 43
Nýjasta tækni og vísindi
Hugur
4.
Fjórði og síðasti meginkafli Genanna okkar fjallar um tengsl vísinda
og stjórnmála, nánar tiltekið tengsl lífVísinda og lýðræðis. Bent er á
að þróunarkenningar Darwins og erfðalögmál Mendels einkennist af
rammri einstaklingshyggju og að samruni þeirra á millistríðsárunum
liggi til grundvallar allri sameinda- og stofnerfðafræði sem þar með
einkennist einnig af einstaklingshyggju. Þróunarkenning Darwins
mótaðist í samfélagi Englands á Viktoríutímanum, sem einkenndist
af kapítalisma og mikilli einstaklingshyggju. Steindór sér þessa ein-
staklingshyggju birtast í hugmyndum Darwins um náttúrulegt val
þar sem einstaklingurinn er í stöðugri baráttu við aðra sömu tegund-
ar og við umhverfið.18 Erfiðara er að benda á einstaklingshyggju í
hugmyndum Mendels, að öðru leyti en því að einkenni eða eiginleik-
ar eru einstaklingsbundnir. A móti hlýtur að koma að lögmál Mend-
els geta strangt til tekið einungis átt við um hópa, ekki einstaklinga,
þar sem þau byggjast á tölfræði og tíðnilíkum.19 Þó að kenningar
Mendels hafi líklega ekki verið pólitískar þegar í upphafi, þá voru
þær fljótt notaðar í pólitískum og félagslegum tilgangi. Útbreiðslu
mendelismans fylgdi aukin útbreiðsla mannkynbótastefnunnar, sem
kom fram undir lok 19. aldar. Hún átti rætur í kapítalisma og íhalds-
stefnu, þó að hún hafi skotið rótum í langflestum vestrænum samfé-
lögum nánast óháð ríkjandi stjórnmálastefnum.
Þótt þróunarkenning Darwins og erfðakenningar Mendels ættu sér
Science Association, volume two, (East Lansing, Michigan, Philosophy of
Science Association 1991), sjá bls. 4.) Áhugaverða greiningu á því pólitíska og
sögulega umhverfi sem hugmyndir Poppers urðu til í er að finna í grein eftir
Malachi H. Hacohen: „Karl Popper, the Vienna Circle, and Red Vienna“ í Jo-
urnal ofthe History ofldeas, 59 (1998), bls. 711-734. Bandaríski vísindafé-
lagsfræðingurinn Steve Fuller hefur fjallaö um pólitískt og sögulegt sam-
hengi hugmynda Kuhns í Thomas Kuhn: A Philosophical History for Our Ti-
mes (Chicago: University of Chicago Press 2002).
18 Þess má geta að fyrir fáeinum árum var endurútgefin bók jarðfræðingsins
Þorvalds Thoroddsen Um uppruna dýrategunda og jurta hjá íslenska bók-
menntafélaginu (Reykjavík 1998) undir ritstjórn Steindórs. Bókin er endur-
sögn á hluta Uppruna tegundanna eftir Charles Darwin.
19 Hér geri ég greinarmun á tíðnilíkum (e. frequency-type probability eða objec-
tive probability) og trúarlíkum (e. belief-type probability eða subjective pro-
bability). Fyrri líkurnar vísa til tíðni og geta aldrei átt við um tiltekinn ein-
stakling eða ákveðinn atburð (stakur atburður hefur enga tíðni). Seinni lík-
urnar byggja á mati á því hversu sennileg staðhæfing er að ákveðnum
upplýsingum gefnum.
41