Hugur - 01.06.2002, Page 48
Hugur
Garðar A. Arnason
til heimildaskrár, tilvísanaskrár og atriðisorða- og nafnaskrár, og
uppfylla þær allar kröfur sem gerðar eru til fræðirita. Genin okkar
ættu því að gagnast almennum lesendum jafnt sem fræðimönnum og
áhugamönnum um vísindi, tækni og stjórnmál.
Eg vísaði í upphafi til gengis hlutabréfa í deCODE genetics Inc. og
hafði það til marks um óhóflegar væntingar til líftæknifyrirtækja og
síðan endalok líftæknibólunnar. Nú þegar ég geng frá þessari ritsmíð
til birtingar, þann 6. nóvember 2002, þá berast fréttir af því að hluta-
bréf deCODE hafi hækkað í gær um 2,92% frá lokagengi fyrri dags og
er gengi bréfanna nú tveir dalir og 47 sent. Gengi bréfanna hefur þá
hækkað sem svarar um 26% frá því ég skrifaði upphafsorðin fyrir
rúmum tveim vikum. Þótt væntingar til líftæknifyrirtækja hafi
minnkað snarlega síðustu misseri tórir enn trúin á mátt erfðafræði og
líftækni, og þar með smættarhyggjan sem býr að baki þeim. Hver veit,
ef til vill rísa líftæknifyrirtækin úr öskunni og nýtt fjárfestingaæði
hefst. Hvað sem því líður, þá eiga erfðafræði og líftækni eftir að hafa
miklu meiri áhrif á samfélagið en þau hafa gert hingað til. Erfðavæð-
ingin er rétt að heQast. Gagnrýni Steindórs á því fullt erindi til ís-
lendinga. Það er von mín að sem flestir lesi bókina, en hún er skyldu-
lesning fyrir þá sem koma nálægt stefnumótun í heilbrigðismálum og
vísindum, fyrir þá sem fjárfesta í vísinda- og tæknifyrirtækjum, og
ekki síst fyrir þá sem skrifa um vísindi og tækni, hvort sem það er fyr-
ir fræðimenn eða almenning.
46