Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 50
Hugur
Þorsteinn Gylfason
Mikael Karlsson tók við Quine. Það kom fyrst í Morgunblaðinu 22an
júní 1980.3 Fyrr í mánuðinum hafði Quine verið fáeina daga á íslandi
sem gestur Háskóla íslands. Hann segir sjálfur frá þeirri heimsókn í
æviminningum sínum.4 Þar segir hann líka að hann hafði komið áð-
ur við á Islandi sem óbrejdtur ferðamaður, oftar en einu sinni. Þá tók
hann einkum eftir gömlum húsum í Reykjavík sem minntu hann á
hús í Akron við fyrstu sýn, þangað til hann rak augun í bárujárnið.5
Það var anakronismi.
Sunnudaginn 8da júní 1980 flutti Quine lestur í Lögbergi um höf-
uðatriðin í heimspeki sinni eins og hún var um þær mundir. Hann hét
„What Is It All About?“ Ur honum varð víðkunn ritgerð með heitinu
„Things and Their Place in Theories“. Hún birtist í ritgerðasafninu
Theories and Things árið eftir.6
Anscombe kom til Islands tæpu ári fyrr en Quine, ásamt manni sín-
um Peter Geach sem var þá prófessor í Leeds. Það var í september
1979. Þá flutti hún í Lögbergi fjölsóttan fyrirlestur um morð. Þau
voru eitt af mörgum brennandi áhugaefnum hennar í heimspeki. Hún
fjallaði að sjálfsögðu um morð á grundvelli hugmynda sinna um at-
hafnir og ásetning. Lesturinn í Lögbergi snerist um hvernig skil-
greina skuli „morð“, meðal annars í ljósi flókinna sakamála sem höfðu
komið til kasta brezkra dómstóla. Hann hét „The Search for a Defin-
ition of Murder“. Hún flutti hann blaðalaust að mestu.
Því miður entist Anscombe ekki aldur til að búa kenningar sínar
um morð til prentunar nema að litlu leyti, enda hafði hún mörgu öðru
að sinna í fræðum sínum á meðan hún hélt heilsu. Kannski verður
raunhyggjunnar“, Hugur III-IV, 1991, 30-55, þýdd af Þorsteini Hilmarssyni;
og síðan „Hvar greinir okkur á?“ í Hug VII, 7-13 og „Merking og sannleikur“
í XII-XIII, 2000-2001, 39-53, báðar þýddar af Ólafi Páli Jónssyni. Hjá Ein-
ari Loga Vignissyni og Ólafi Páli Jónssyni í Heimspeki á tuttugusu öld, Heim-
skringla, Reykjavík 1994, eru ritgerðirnar „Siðfræði nútímans" eftir
Anscombe, þýdd af Benedikt Ingólfssyni, og „Um það sem er“ eftir Quine í
þýðingu Arna Finnssonar.
3 Mikael M. Karlsson: „Skilningur er eftirsóknarverður í sjálfum sér“ í Hug
III-IV, 1991, 17-29. Fyrst í Morgunblaðinu 22an júní 1980, og síðar í enskri
útgáfu í Epistemologia XX, 1997, 211-230 undir heitinu „A Philosopher in
Ultima Thule: Interview with W.V.O. Quine".
4 W.V. Quine: The Time of My Life, MIT Press, Cambridge, Massachusetts 1985,
444-445.
5 The Time ofMy Life, 302-303.
6 W.V.O. Quine: „Things and Their Place in Theories" í Theories and Things,
Harvard University Press, Cambridge, Massachsetts, og London 1981, 1-23.
48