Hugur - 01.06.2002, Qupperneq 52
Hugur
Þorsteinn Gylfason
sögu, og alls staðar líka kenningar hans um mál og merkingu sem eru
undirstaða alls annars í heildarkerfi hugmynda hans. Helzta og
kunnasta rit Quines um mál og merkingu er Word and Object (Orð og
efni).14
Eitt af viðfangsefnum Quines í Orði og efni er íbyggni (e. intention-
ality). Ibyggni er, samkvæmt kenningum Franz Brentano
(1838-1917), það einkenni á fyrirbærum sálarlífsins yfirleitt - hugs-
un og tilfinningu, vitund og vilja - að hvert þeirra hefur uiðfang sem
það býr yfir eða fæst við. Öll hugsun er hugsun um eitthvað. Náttúru-
fyrirbæri eins og ljós eða hiti eru ekki um neitt. Þetta hugtak Brent-
anos, sem hann sótti í skólaspeki miðalda og lagaði svo í hendi sér,
varð eitt af frumhugtökunum í fyrirbærafræði Edmunds Husserl,
Martins Heidegger og Jeans-Pauls Sartre.15 Ein kenning Brentanos
var sú að íbyggni væri ósmættanleg. Það væri engin leið að gera grein
fyrir henni sem náttúrlegu eða efnislegu fyrirbæri.
Quine Qallar um íbyggni með því að hyggja að íbyggnum (e.
intensional) setningum, eins og
Tumi heldur að Cíceró hafi ákært Catilínu
Hann kallar svona setningu matta (e. referentially opaque) - frekar
en glæra - vegna þess að við getum ekki sett nafnið „Túllíus“ í stað-
inn fyrir „Cíceró“ þannig að sanngildi haldist örugglega óbreytt, þó
svo að „Túllíus“ sé aðeins annað nafn á Cíceró. Hann snýr slíkum
setningum yfir á mál rökfræðinnar til að hyggja nánar að þeim, til
dæmis að muninum á
(3x)(Tumi heldur að x hafi ákært Catilínu)
- þar sem „( 3 x)“ er tilvistarmagnarinn „til er x“ - og
Tumi heldur að ( 3x)(x hafi ákært Catilínu).
14 W.V.O. Quine: Word and Object, MIT Press, Cambridge, Massachusetts 1960.
Meðal yngri rita Quines um þessi efni eru Ontological Relativity and Other
Essays, Columbia University Press, New York og London 1969, og The Pursuit
of Truth, Harvard University Press, Cambridge, Massachusetts og London
1990. Síðasta bók Quines kom út hjá Harvard University Press 1995: From
Stimulus to Science. Eins og nafnið bendir til fjallar hún um þekkingarfræði.
15 Sbr. Þorstein Gylfason: „Merkingarfræði og önnur málspeki" hjá Önnu Agnars-
dóttur, Pétri Péturssyni og Torfa H. Túlinius: Milli himins og jarðar: Maður, guð
og menning í hnotskurn hugvísinda, Háskólaútgáfan, Reykjavík 1997,263-267.
50