Hugur - 01.06.2002, Page 54

Hugur - 01.06.2002, Page 54
Hugur Þorsteinn Gylfason hugsun fólks, og ekki bara heimspekinga, um eðli ætlunar, og þar með líka um athafnir, ástæður og orsakir til athafna og þar með um skýringar, réttlætingar og afsakanir á athöfnum.19 Donald Davidson kallar hana „merkilegustu rökræðu um athafnir frá því Aristóteles Qallaði um efnið.“20 Bókin sópaði burt alls konar hugmyndum eldri heimspekinga, sálfræðinga og lögfræðinga um ætlun, til dæmis um ætlun sem hugmynd í huga manns sem veldur sjálfráðri athöfn hans. Þar var líka sett fram nýstárleg kenning um ætlun og athafnir. Sam- kvæmt henni er ætlun manns fólgin í ástæðu til athafnar, og þessi ástæða er ekki orsök athafnarinnar. Svo vakti tvennt til viðbótar mikla athygli. Annað var að Anscombe vakti til nýs lífs hugmynd Aristótelesar um verklegar rökhendur og vann úr henni á sinn hátt.21 Hitt var kannski ennþá merkilegra þótt það láti lítið yfir sér fljótt á litið. Það er sú uppgötvun Anscombe að ætlun manns er afstæð við lýsingar sem við gefum á athöfn hans. Hverri athöfn má lýsa á marga vegu, en athöfnin er ekki ætlunarverk nema „undir“ fáeinum af þessum lýsingum. (Orðalagið „undir lýsingu“ er eftirlíking af orðalagi Anscombe: „under a description“). Eg eitra fyrir gesti mína með því að gefa þeim kjúkling, en ég ætlaði ekki að matreiða sýktan kjúkling (kjúkling undir lýsingunni „sýktur af salmonellu") heldur bara kjúkling sem vigtaði 1200 grömm eins og stóð á umbúðunum þegar ég keypti hann. Þetta er einfóld uppgötvun. En hún rejmist vera afdrifarík íyrir alla hugsun okkar um ætlun, og snertir líka mörg skyld efni.22 Hún hefur til dæmis borið ríkulegan ávöxt í heimspeki Donalds Davidson á okkar dögum. Hjá Davidson eru orsakalögmál afstæð við lýsingar með sama hætti og ætlun er hjá Anscombe.23 Atburðir hlíta ekki orsakalögmálum nema undir tiltekn- um lýsingum. Þessi kenning gerir Davidson kleift að segja að ástæður 19 G.E.M. Anscombe: Intention, Basil Blackwell, Oxford 1957. Önnur útgáfa kom út 1963, og þriðja útgáfa hjá Harvard University Press árið 2000. 20 Á kápu þriðju útgáfu hjá Harvard University Press árið 2000. 21 Um verklega rökfræði sjá lítilræði hjá Þorsteini Gylfasyni: Tilraun um heim- inn, Heimskringla, Reykjavík 1992, 76 og 87, og „Gildi, boð og ástæður" í Rétt- læti og ranglæti, Heimskringla, Reykjavík 1998, 167-184. 22 Sjá einkum Intention, Basil Blackwell, Oxford 1957. Ritgerðin ,Ásetningur“ er frá sama tíma og flytur hluta af kenningum bókarinnar. Ný útgáfa á Intention birtist hjá Harvard University Press árið 2000. Sbr. líka G.E.M. Anscombe: „Under a Description" í Collected Philosophical Papers II: Meta- physics and the Philosophy of Mind, Basil Blackwell, Oxford 1981, 208-219. 2,i Donald Davidson: ,Actions, Reasons, and Causes" í Essays on Actions and Events, Clarendon Press, Oxford 1980, 3-20.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.