Hugur - 01.06.2002, Page 54
Hugur
Þorsteinn Gylfason
hugsun fólks, og ekki bara heimspekinga, um eðli ætlunar, og þar með
líka um athafnir, ástæður og orsakir til athafna og þar með um
skýringar, réttlætingar og afsakanir á athöfnum.19 Donald Davidson
kallar hana „merkilegustu rökræðu um athafnir frá því Aristóteles
Qallaði um efnið.“20 Bókin sópaði burt alls konar hugmyndum eldri
heimspekinga, sálfræðinga og lögfræðinga um ætlun, til dæmis um
ætlun sem hugmynd í huga manns sem veldur sjálfráðri athöfn hans.
Þar var líka sett fram nýstárleg kenning um ætlun og athafnir. Sam-
kvæmt henni er ætlun manns fólgin í ástæðu til athafnar, og þessi
ástæða er ekki orsök athafnarinnar.
Svo vakti tvennt til viðbótar mikla athygli. Annað var að Anscombe
vakti til nýs lífs hugmynd Aristótelesar um verklegar rökhendur og
vann úr henni á sinn hátt.21 Hitt var kannski ennþá merkilegra þótt
það láti lítið yfir sér fljótt á litið. Það er sú uppgötvun Anscombe að
ætlun manns er afstæð við lýsingar sem við gefum á athöfn hans.
Hverri athöfn má lýsa á marga vegu, en athöfnin er ekki ætlunarverk
nema „undir“ fáeinum af þessum lýsingum. (Orðalagið „undir
lýsingu“ er eftirlíking af orðalagi Anscombe: „under a description“).
Eg eitra fyrir gesti mína með því að gefa þeim kjúkling, en ég ætlaði
ekki að matreiða sýktan kjúkling (kjúkling undir lýsingunni „sýktur
af salmonellu") heldur bara kjúkling sem vigtaði 1200 grömm eins og
stóð á umbúðunum þegar ég keypti hann. Þetta er einfóld uppgötvun.
En hún rejmist vera afdrifarík íyrir alla hugsun okkar um ætlun, og
snertir líka mörg skyld efni.22 Hún hefur til dæmis borið ríkulegan
ávöxt í heimspeki Donalds Davidson á okkar dögum. Hjá Davidson eru
orsakalögmál afstæð við lýsingar með sama hætti og ætlun er hjá
Anscombe.23 Atburðir hlíta ekki orsakalögmálum nema undir tiltekn-
um lýsingum. Þessi kenning gerir Davidson kleift að segja að ástæður
19 G.E.M. Anscombe: Intention, Basil Blackwell, Oxford 1957. Önnur útgáfa
kom út 1963, og þriðja útgáfa hjá Harvard University Press árið 2000.
20 Á kápu þriðju útgáfu hjá Harvard University Press árið 2000.
21 Um verklega rökfræði sjá lítilræði hjá Þorsteini Gylfasyni: Tilraun um heim-
inn, Heimskringla, Reykjavík 1992, 76 og 87, og „Gildi, boð og ástæður" í Rétt-
læti og ranglæti, Heimskringla, Reykjavík 1998, 167-184.
22 Sjá einkum Intention, Basil Blackwell, Oxford 1957. Ritgerðin ,Ásetningur“
er frá sama tíma og flytur hluta af kenningum bókarinnar. Ný útgáfa á
Intention birtist hjá Harvard University Press árið 2000. Sbr. líka G.E.M.
Anscombe: „Under a Description" í Collected Philosophical Papers II: Meta-
physics and the Philosophy of Mind, Basil Blackwell, Oxford 1981, 208-219.
2,i Donald Davidson: ,Actions, Reasons, and Causes" í Essays on Actions and
Events, Clarendon Press, Oxford 1980, 3-20.