Hugur - 01.06.2002, Page 55
Refir og broddgeltir, dýrlingur og snákur
Hugur
til athafna séu orsakir þessara athafna, sem gengur þvert gegn kenn-
ingu Anscombe. Þær þurfa að vísu ekki að falla undir orsakalögmál eins
og þeirn er venjulega lýst. Þar fyrir geta ástæður og athafnir hlítt lög-
málum undir öðrum lýsingum, til dæmis lífeðlisfræðilegum lýsingum.
Þetta þýðir að Davidson varðveitir skilin sem Anscombe markaði með
greinarmun ástæðna og orsaka. Það gerir hann með því að segja engin
lögbundin tengsl vera milli athafnar eins og við lýsum henni venjulega
- „nú fæ ég mér epli“ — og ástæðu eins og við lýsum henni venjulega -
„ég er svangur“. Samt eru ástæður til athafna orsakir þeirra, undir öðr-
um lýsingum.
Þarna byggir Davidson brú milli tveggja heima. Og heimarnir eru
heimur Quines og heimur Anscombe.
§3 Rökfræðileg raunhyggja
Anscombe og Quine, með sína tvo heima, voru líka af einum heimi.
Heimspeki hvors um sig er voldug grein á einu tré. Rætur trésins
stóðu ekki sízt í Vínarborg, í rökræðum og kenningum Vínarhringsins
svonefnda á fyrstu áratugum 20stu aldar og einkum eftir fyrri heims-
styrjöldina þegar austurríska keisaradæmið var liðið undir lok.
Quine fór til Vínar, Prag og Varsjár þegar hann var ungur upp úr
1930, til að læra af félögum og bandamönnum Vínarhringsins, og þó
mest af Rudolf Carnap sem þá var í Prag. Anscombe kynntist þessum
hugmyndaheimi fáum árum síðar, á árum heimsstyrjaldarinnar síð-
ari, og þá fyrst og fremst hjá Ludwig Wittgenstein sem varð þá kenn-
ari hennar í Cambridge. Anscombe hélt til Vínar á vegum hans eftir
stríðið. Hún fór þangað sér í lagi til að læra til hlítar austurríska
þýzku í því skyni að geta þýtt rit Wittgensteins á ensku.
Hér er ekki staður til að gera grein fyrir öllum þeim kenningum
sem rökræddar voru í Vínarhringnum og síðan settar fram í bókum
og ritgerðum manna eins og Wittgensteins, Carnaps, Moritz Schlick,
Ottos Neurath, Kurts Gödel, Friedrichs Waismann, Alfreds Ayer, Arne
Næss og Karls Popper.24 En algengasta nafnið á frægustu kenningu
hringsins var „rökfræðileg raunhyggja“.25 Það má reyna að gera ofur-
litla grein fyrir henni.
24 Nýlegt yfirlit um Vínarhringinn er eftir Friedrich Stadler: Studien zum Wien-
er Kreis: Ursprung, Entwicklung und Wirkung des Logischen Empirismus im
Kontext, Suhrkamp, Frankfurt 1997.
25 Sbr. um hið sögulega samhengi hér „Inngang“ Þorsteins Gylfasonar að Bláu
53