Hugur - 01.06.2002, Page 58
Hugur
Þorsteinn Gylfason
mynda á yngri árum. Anscombe tók við þeim arfi. Hún þáði hann með
þökkum, og ávaxtaði hann á alla kanta. Samt sagði hún stundum um
brezka raunhyggju: „En þetta er okkar hefð.“ Þegar Karol Wojtyla var
kjörinn páfi harmaði hún það við mig að vera ekki vel læs á heim-
spekirit sem hann hafði skrifað um fyrirbærafræði, og hún reynt að
lesa því að þau hjónin voru rammkaþólsk og maður hennar þar á of-
an pólskur í aðra ættina. „Þetta er ekki okkar heíð,“ sagði hún. En
áhlaup á hvers konar raunhyggju, og þar með alla hina brezku hefð í
heimspeki öldum saman, eru einn af rauðu þráðunum í verkum henn-
ar. Það að raunhyggjan væri „okkar hefð“ var auðvitað engin ástæða
til að kyngja henni, en gild ástæða til að glíma við hana frekar en
ýmislegt annað, til að mynda fyrirbærafræði.
§4 Refur og broddgöltur?
Sinnaskipti Wittgensteins voru ekki sízt þau að hann missti alla trú
á kerfisbundna heimspeki eins og þá sem hann hafði boðað í Ritgerð-
inni og Carnap lagði stund á alla ævi. Kerfin höfðu meðal annars ver-
ið þeim vopn til að leggja að velli flesta eldri heimspeki með einfóldu
bragði. Þegar gerður hafði verið skipulegur greinarmunur á málkerfi
og vísindum - orði og efni eins og Quine segir - mátti spyrja hvorum
megin hryggjar heimspekileg kenning lægi. Ef því varð ekki svarað á
viðunandi hátt var kenningunni umsvifalaust hafnað sem markleysu.
Þannig hafnaði Carnap allri heimspeki Heideggers á grundvelli rök-
greiningar á sögninni „að vera“ og neitunarmerkinu „ekki“.31
I Rannsóknum í heimspeki, Bláu bókinni og öðrum síðari ritum Witt-
gensteins er hugmyndin um kerfisbundnar lausnir á gátum heimspek-
innar horfin sem dögg fyrir sólu.32 (Hún hvarf líka úr ritum Heidegg-
ers með árunum.) Og þar verður hvergi vart við neitt allsherjarbragð
til að afgreiða heilu hugmyndaheimana. Þar er fengizt við hvern vand-
ann á fætur öðrum, og kappkostað að taka hann sínum sérstöku tök-
um sem engin leið á að vera til að alhæfa svo að vit sé í. Þessi ókerfis-
bundna afstaða til viðfangsefna heimspekinnar hefur sett meginsvip á
flesta heimspeki á síðari hluta tuttugustu aldar. Hér má láta hvarfla
að sér vísubrot eftir forngríska skáldið Arkílokkos:
31 Rudolf Carnap: „Úberwindung der Metaphysik durch logische Analyse der
Sprache" í Erkenntnis II (1931), 219-241.
32 Ludwig Wittgenstein: Bláa bókin, Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík
1998.
56