Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 59
Refir og broddgeltir, dýrlingur og snákur
Hugur
Refur á kynstur af ráðum, brottgöltur einungis eitt ráð.
Eitt afar snjallt.33
Carnap var broddgöltur alla tíð. Wittgenstein var broddgöltur sem
gerðist refur.
Anscombe virðist við fyrstu sýn hljóta að vera refur eins og orðið
hafði úr lærimeistaranum Wittgenstein. Ritsafn hennar er afar fjöl-
breytilegt: þar eru snjallar ritgerðir um efni úr gamalli heimspeki,
allt frá Parmenídesi til Humes,34 um trúarleg efni, um stjórnspeki og
þá sérstaklega lýðræði (meirihlutaræði),35 og síðast en ekki sízt um
orsakir og afleiðingar, orsakalögmál og löghyggju.36 Hún virðist ekki
skeyta um að setja saman skipulegt hugmyndakerfí eða leita heildar-
lausna á helztu gátum heimspekinnar.
Quine var ekki svona fjöllyndur og reyndi ekki að vera það. Hans
heimur var heimur náttúruvísinda nútímans og þeirrar rökfræði og
stærðfræði sem þarf til að gera grein fyrir honum. Hann hefði aldrei
farið að velta fyrir sér Parmenídesi eða Aristótelesi. Greinargerð hans
fyrir þessum heimi sínum var kerfisbundin heildarmynd þar sem öðr-
um heildarmyndum var vísað á á bug með því að sýna fram á að ein-
hver brestur væri í undirstöðum þeirra. Brigðhyggjan um merkingu,
sem síðar verður vikið að, var eitt helzta tæki hans til að leiða slíkan
brest í ljós, og kom að því leyti í stað greinarmunarins á rökhæfing-
um og raunhæfingum hjá Carnap.
Quine var kerfishöfundur ekki síður en Carnap. Eða eins og Ed-
33 E. Diehl: Anthologia Lyrica Graeca I, 2ur útgáfa, Leipzig 1936, Archilochos
#103. Þetta er talið brot vegna þess að eftir bragarhættinum (sem er trega-
slagur) er síðari línan ófullgerð: það vantar hálfan fjórða braglið. Isaiah Berl-
in gerði þetta vísubrot Arkílokkosar frægt í bók sinni The Hedgehog and the
Fox, Weidenfeld and Nicholson, London 1953. Bókin fjallar um söguskoðun
rússneska skáldsins Levs Tolstoj.
34 G.E.M Anscombe: Collected Philosophical Papers I: From Parmenides to Witt-
genstein, Basil Blackwell, Oxford 1981. Sjá líka G.E.M. Anscombe og P.T.
Geach: Three Philosophers: Aritstotle, Aquinas, Frege, Basil Blackwell, Oxford
1973.
35 „On the Frustration of the Majority by the Fulfilment of the Majority’s Will“
og „On the Source of the Authority of the State" í Collected Philosophical Pa-
pers III: Ethics, Religion and Politics, Oxford 1981, 123-155. Sjá ennfremur
Þorstein Gylfason: Tilraun um heiminn, Heimskringla 1992, fjórða kafla „Á
meirihlutinn að ráða?“
36 Sjá „Causality and Time“, þriðja hlutann í Collected Philosophical Papers II:
Metaphysics and the Philosophy ofMind, 133-232, einkum fyrstu ritgerðina
„Causality and Determination".
57