Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 62
Hugur
Þorsteinn Gylfason
sem einkenndist meðal annars af afstæðishyggju um vísindin. Sú olli
miklu íjaðrafoki í Þýzkalandi á síðustu árum Weimarlýðveldisins.40
Ein afstæðiskenningin kom fram í bandarískum málvísindum í mynd
þeirrar tilgátu Benjamins Lees Whorf (e. the Whorfian hypothesis) að
heimsmyndir þjóða ráðist af málum þeirra. Tilgátan var reist á at-
hugunum Whorfs á amerískum indjánamálum.41 Sumir misskildu af-
stæðiskenningu Einsteins á þá leið að hún kvæði á um að allt væri af-
stætt.
Nú eru Westermarck, Mannheim og Whorf flestum gleymdir svo
frægir sem þeir voru á sinni tíð. En afstæðishugmyndir eru jafn líf-
seigar fyrir því. A okkar dögum eru sumar þeirra boðaðar í nafni póst-
módernisma. ítalski heimspekingurinn Gianni Vattimo er sagður
vera póstmódernisti. Hann kom til Islands 1998 og las lestur í Há-
skólanum. I ágætu og fróðlegu viðtali við Hjálmar Sveinsson segir
Vattimo:
Vísindamenn viðurkenna flestir í dag að þeir hafi ekki upp á
neinn algildan sannleika að bjóða, heldur vísindalegan sann-
leika, það er að segja sannleika sem fellur að fyrirframgefnum
viðmiðum.42
Þetta er eitt orðalagið um afstæði vísindanna.
Afstæðisþátturinn í raunhyggju Carnaps er að nokkru leyti arfur
frá Immanuel Kant: afstæðiskenningin er forskilvitleg hughyggja
Kants, dauðhreinsuð og straumlínulöguð eftir fyrirmyndum úr rök-
fræði, stærðfræði og eðlisfræði tuttugustu aldar.43 Hjá raunhyggju-
mönnunum verður hughyggjan að málhyggju sem kalla má svo.
(Anscombe kallar málhyggjuna „linguistic idealism“ í frægri rit-
40 Karl Mannheim: Ideologie und Utopie. Bonn 1929. Ensk þýöing Ideology and
Utopia kom út í London 1936. Þá haf'öi Mannheim flúið Þýzkaland til Eng-
lands. Um fjaðrafokið sem Mannheim olli í Þýzkalandi sjá til dæmis Rudiger
Safranski: Ein Meister aus Deutschland: Martin Heidegger und seine Zeit,
Carl Hanser Verlag, Munchen og Vín 1994, 13da kafla.
41 Sjá B. L. Whorf: Language, Thought, and Reality: Selected Writings ofBenja-
min Lee Whorf, MIT Press og Wiley, New York 1956.
42 Hjálmar Sveinsson: „Hin veika hugsun“ hjá Matthíasi Viðari Sæmundssyni
á veraldarvefnum: http://www.hi.is/~mattsam/Kistan/private/vattimo.htm.
43 Um Kant og nútímaraunhyggju sjá til dæmis George D. Romanos: Quine and
Analytic Philosophy, MIT Press, Cambridge, Massachusetts og London 1983,
21-31.
60