Hugur - 01.06.2002, Síða 64
Hugur
Þorsteinn Gylfason
leitt. Aðrar nýjar gátur sem kvikna hjá Anscombe varða nauðsyn og
möguleika: „þú verður“, „þú mátt“ og „þú mátt ekki“. Þessir boðhætt-
ir eru innbyggðir í hvers konar reglur. Hjá henni varpa þeir líka ljósi
á efni eins og röknauðsyn og náttúrlega nauðsyn og röklega og nátt-
úrlega möguleika.
En með málhyggju Anscombe um reglur, réttindi og loforð er ekki
sagt að öll siðferðileg efni séu afstæð, eða afstæð á sama hátt, hvað þá
að til að mynda satt og ósatt séu afstæð með einhveijum slíkum eða
öðrum hætti. Eins snýst ágreiningur Carnaps og Quines ekki sízt um
það nákvæmlega hvað sé afstætt í vísindum og hvað ekki, og ná-
kvæmlega hvernig það er afstætt eða algilt eftir atvikum. Hér má
nema sama lærdóminn af þeim Quine og Anscombe. Ég tel mér trú
um að hann sé ári hollur lærdómur. Fróðlegu spurningarnar um af-
stæði og algildi eru ekki „Eru vísindin afstæð?“ eða „Er siðferðið af-
stætt?“ Þær eru spurningar um hvað er afstætt og við hvað og hvað al-
gilt og hvernig í vísindum eða siðferði. Það kann að vera umdeilanlegt
hvort mannréttindi eru algild - til dæmis ef við fóllumst á málhyggju
Anscombe um réttindi - en hitt er víst að við teljum okkur trú um að
svo sé. Þar fyrir kynni siðferðið að vera afstætt að ýmsu öðru leyti, til
dæmis bara hvers konar siðareglur um kynferði, kynlíf, hjúskap og
fjölskyldulíf.
Hyggjum að orðum Vattimos:
Vísindamenn viðurkenna flestir í dag að þeir hafí ekki upp á
neinn algildan sannleika að bjóða, heldur vísindalegan sann-
leika, það er að segja sannleika sem fellur að fyrirframgefnum
viðmiðum.
Hvaða viðmiðum? Og hvað væri dæmi um algildan sannleika sem vís-
indin geta ekki fest hendur á? Segjum að sannleikurinn sé sá að að-
dráttarafl tunglsins valdi sjávarfóllum hér á jörðinni. Hvernig ræðst
þessi sannleikur af viðmiðum? Einhvern veginn þannig að hann ráð-
ist ekki af náttúrlegu tungli, hafi og jörð? Hver eru viðmiðin þá?
Það má skilja orðið „sannleikur“ á ýmsan veg. Við vorum að segja að
kenningin um áhrif tunglsins á höf jarðar sé sannleikur. Hér merkir
„sannleikur“ það sama og „sannindi“, það er að segja „sönn kenning“
eða bara „sönn setning“. Kenningar okkar og staðhæfingar geta verið
afstæðar með ýmsum hætti, til dæmis við trú, hagsmuni og skoðanir af
öllu mögulegu tæi. Hvers vegna þá ekki líka við aðferðir vísindanna?
Til dæmis geta geðlæknar og sálfræðingar litið ólíkum augum á geð-
62