Hugur - 01.06.2002, Page 66

Hugur - 01.06.2002, Page 66
§6 Lokaðir heimar En kannski var Vattimo að hugsa um afstæðiskenningar eins og þá sem Thomas Kuhn hefur sett fram um það sem hann kallar ósam- mælanleika kenninga eða hugmyndaheima í vísindum.50 Þetta er eins konar málhyggjukenning sem gerir kenningar afstæðar við mál- ið sem haft er til að setja þær fram, líkt og hjá Carnap. En hún er allt öðru vísi hugsuð en málhyggja Carnaps.51 Hún er reist á vísindasögu, en ekki á rökgreiningu málkerfa. Hugmyndaheimar Kuhns eru til dæmis jarðmiðjukenning og sólmiðjukenning, tvö ólík kraftfræðikerfi á 17du öld, ylefniskenning og súrefniskenning um bruna á 18du öld. Samkvæmt afstæðishyggju hans eru slíkir heimar ekki bara ósam- mælanlegir þannig að þeir verði ekki metnir á neinn sameiginlegan kvarða. Þeir eru jafnframt - vegna þess að enginn sameiginlegur kvarði er til á þá - lokaðir heimar. Þetta atriði á sér hliðstæðu hjá Carnap. Við sögðum í §3 hér fyrir framan að hjá Carnap þýddi það að táknakerfi er greinanlegt til fulls að kerfið sé sjálfstætt kerfi, eins og stærðfræði er sjálfstæð. Sjálfstæð- inu má lýsa svo að hvert táknakerfi sé lokað kerfi frá sjónarhóli ann- arra kerfa. Þá mætti hyggja að kenningu Kuhns í ljósi frá Quine, og styðjast við fræði Quines um þýðingar og þýðingabrigði sem drepið var á í §5.52 En skeytum ekki um þau. Lítum bara á lokaða heima. Hugmyndaheimurinn sem eðlisfræði Aristótelesar er hluti af á að vera okkur á 20stu öld lokaður heimur, til dæmis vegna þess, að sögn Kuhns, að við leggjum allt annan skilning í jafnvel hversdagslegustu orð sem Aristóteles notar til að láta hugmyndir sínar í ljósi, til dæm- is grísku orðin sem orðabækur segja að samsvari okkar orðum „þyngd“ og „kraftur". Orðabækurnar hafa á röngu að standa sam- kvæmt Kuhn. Það eru engin orð í okkar máli sem samsvara orðum Aristótelesar. Texti Aristótelesar er því óþýðanlegur á okkar mál og kenningar hans ósammælanlegar við okkar kenningar. Þar með þarf 50 Thomas S. Kuhn: The Structure of Scientific Revolutions, University of Chic- ago Press, Chicago 1962 (önnur útgáfa aukin 1970). 51 Hún er oftast rakin til skilnings Kuhns á sumum hugmyndum Wittgensteins í Rannsóknum í heimspeki. 52 Sbr. líka Þorstein Gylfason: „Sannleikur“. 64
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.