Hugur - 01.06.2002, Page 68
Hugur
Þorsteinn Gylfason
skeytt um það að á heimavelli - í geðlæknisfræði og sálarfræði og
heimspeki - hafa þær mátt víkja fyrir margháttaðri gagnrýni.
Eg mæli með opnum og lokuðum heimum sem hnýsilegu efni fyrir
hugsandi fólk.
§7 Dýrlingur og snákur
Af Elísabetu Anscombe og manni hennar Pétri Geach voru um þeirra
daga sagðar íleiri sögur í hópi heimspekinga en af öllum öðrum sam-
anlagt, að minnsta kosti eftir að Wittgenstein leið og þangað til Saul
Kripke kom til sögunnar. Þau voru þó nokkuð öðru vísi en fólk flest,
og Pétur er það enn.
Þar með er við því að búast að eitthvað hafi gerzt frásagnarvert í ís-
landsferð þeirra. Eitt var að þegar við Mikael Karlsson komum með
þau í Skálholt vildu þau vita allt um Jón Arason, og þegar við höfðum
sagt deili á honum vildu þau nema staðar við höggstokk hans. „Peach,
we must venerate,“ sagði Elísabet.54 Það þýddi að þau fleygðu sér kylli-
flötum í jörðina við minnismerkið á aftökustaðnum og báðust fyrir.
Nokkrum dögum seinna bauð Alan Boucher prófessor þeim í te heim til
sín og konu sinnar. Hann var þá forseti heimspekideildar. Hann bauð
mér með þeim, og líka kaþólska biskupinum í Landakoti sem var hol-
lenzkur maður, Hinrik Frehen að nafni ef ég man rétt. Tedrykkjan fór
fram við hatramman málflutning Elísabetar fyrir því að kaþólska
kirkjan á Islandi reyndi að fá píslarvottinn Jón Arason gerðan að
dýrlingi í Rómaborg. Biskupinn hélt því fram að Jón hefði kannski ver-
ið of veraldlegur maður til að komast með góðu móti í helgra manna
tölu, enda hefði verið rejmt að færa hann þangað án árangurs. Þessu
sjónarmiði andmælti Elísabet með mörgum ströngum rökum sem hún
sótti meðal annars í heilagramannasögur frá fyrstu tíð. Mér er til efs að
herra biskupinn hafi lent í annarri eins kappræðu um dagana.
Maia Sigurðardóttir sálfræðingur, sem hafði verið nemandi Elísa-
betar á Somerville College, hélt þeim hjónum veglegt kvöldverðarboð
í Reykjavík. Elísabet hvarf sporlaust úr húsinu þegar veizlan stóð
sem hæst. Eftir nokkra leit að henni sá einhver hana þar sem hún lá
hreyfingarlaus á bakinu úti í garði. Það var dimmt og kalt í veðri.
Þegar hlaupið var út til hennar í ofboði kom í ljós að hún var að horfa
á norðurljósin. Þau voru í essinu sínu þetta kvöld. Henni þótti gott að
liggja ef hún vildi einbeita sér. Einu sinni var ég með henni í forn-
54 Hér er ekki prentvilla. „Peach“ var gælunafn hennar á manni sínum.
66