Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 70
Hugur
Þorsteinn Gylfason
Ein hugarleikfimi hans var að reyna að ráða í orð og setningar á
málum sem hann kunni ekki. I Reykjavík sá hann hjá mér prófórk að
tónleikaskrá fyrir Listahátíð í Reykjavík sem stóð yfir dagana sem
þau hjónin voru hér. Þar voru þýðingar eftir mig, meðal annars á
tveimur þýzkum kvæðum eftir Stefan George. Hann hvolfdi sér yfir
þær og þýzka textann. Það var ekki af áhuga á kvæðunum, heldur
vildi hann vita hvað hann gæti lært mikla íslenzku af þeim með því
að styðjast við þýzkuna. Hann reyndi líka að skilja hjálparlaust hvert
einasta skilti sem fyrir honum varð í Reykjavík, þar á meðal götu-
nöfn. Sóleyjargata. „Gata“ er gate, „sól“ gæti verið „sol“ eins og í lat-
ínu, en hvað þá um „eyjar“? Er það isles? Eða kannski öllu heldur ey-
esl Og eru augu sólarinnar buttercups? Beautiful! Hann var líka upp-
numinn af orðinu „rökhenda“ fyrir „syllogism“: „a stanza of reason-
ing“.57
Eg hef sagt frá því áður58 að einhvern daginn sem Elísabet og Pétur
bjuggu hjá mér í Reykjavík bar svo við að ég týndi umslagi. I því voru
öll skjöl um íbúð sem ég var að reyna að kaupa. Þau hjónin lögðust á
bæn, og báðu heilagan Antóníus af Padúa að finna fyrir mig umslagið.
Það mun vera hans embætti í dýrlingaveldi heilagrar kirkju að finna
týnda hluti. Umslagið fannst. Eg hafði lagt það frá mér við kassann í
matvörubúð, og kona nokkur stungið því í ógáti niður í pokann sinn.
Hún hringdi til mín um leið og það varð fyrir henni. Þau hjónin voru
ekki í vafa um hverjum bæri að þakka það að umslagið lenti í pokan-
um hjá þessari góðu konu, eða hitt að hún hringdi og lét vita af því.
Sumarið eftir sagði ég Maijorie og Van þessa sögu, og Van hristi höf-
uðið sem oftar yfir hindurvitnunum sem jafnvel afburðafólk í vísind-
um og heimspeki ætti til að ánetjast. Marjorie hafði minni áhuga á
því efni, og spurði mig heldur hvernig hefði farið um íbúðina. Keypti
ég hana? Þegar ég játti því dró hún upp úr tösku sinni lítinn gylltan
snák, afsteypu af forngrískum ormi í Boston Museum of Fine Arts.
Hún gaf mér snákinn í nafni þeirra beggja, og Van lét þess getið að í
Grikklandi hinu forna hefðu svona snákar verið hafðir til að tryggja
57 Eftir að Þrætubókarkorn okkar Péturs Geach kom út var ég í heimsókn hjá
Van á skrifstofu hans á Harvard. Hann hafði lagt svolítið efni til kversins. Eg
spurði hann allt í einu hvað hann hefði kallað „quantifier“ á ensku ef hann
hefði mátt ráða orðinu. I Þrætubókarkorni heitir quantifier „magnari". Van
hikaði andartak, og í þeim svifum leit Robert Nozick inn á skrifstofuna. Van
spurði hann, og hann svaraði að bragði: ,Amplifier.“
58 Þorsteinn Gylfason: „Vatn í poka“ í Skírni 165, haust 1991, 459.
68