Hugur - 01.06.2002, Page 76
Hugur
Ólafur Páll Jónsson
Gerum síðan ráð fyrir því að í stofu 6 standi setningin:
Setningin sem er skrifuð á töfluna í stofu 4 er sönn.
Þessar tvær setningar geta naumast talist merkingarlausar. Sá sem
les setninguna í stofu 4 skilur hana, hann veit hvað hún merkir, og fer
því inn í stofu 6 til að athuga hvað þar stendur á töflunni. Og þegar
hann hefur lesið þá setningu skilur hann líka að hún segir eitthvað
um sanngildi setningarinnar á töflunni í stofu 4. En saman leiða þess-
ar tvær setningar til mótsagnar.
Við þurfum ekki einu sinni að minnast á setningar til að setja þver-
stæðuna fram. Hugsum okkur mann sem er þeirrar skoðunar að alla-
vega ein af öllum hans skoðunum sé ósönn. Hann gæti látið þessa
skoðun í ljósi með þessum orðum:
Ég hef að minnsta kosti eina ósanna skoðun.
Gerum nú ráð fyrir því að allar skoðanir þessa manns, að þessari frá-
taldri, séu sannar. Er þessi skoðun hans þá sönn eða ósönn? Ef hún
er sönn, eru allar skoðanir hans sannar og þessi því ósönn. En ef hún
er ósönn, þá hefur hann eina ósanna skoðun, en þar með ætti þessi
skoðun að vera sönn. Þessi skoðun getur því hvorki verið sönn né
ósönn.
Sumir hafa viljað draga þá róttæku ályktun af þverstæðu lygarans
að sjálft sannleikshugtakið sé mótsagnakennt og því best geymt í
glatkistunni. Meinið við þessa afstöðu er að sannleikshugtakið
gegnsýrir ekki bara fræðilega umræðu, það er öldungis hversdagslegt
hugtak. Þorsteinn Gylfason lýsir þessu svo:
En það má aldrei gleymast, hvorki í heimspekilegri glímu við
sannleikshugtakið né heldur á mörgum öðrum vettvangi, að
sannleikshugtakið er fyrst og fremst fullkomlega hversdags-
legt og alveg ófræðilegt hugtak.
Og stuttu síðar áréttar hann
Sannleikshugtakið - hversdagslega hugtakið - er að sjálf-
sögðu þungamiðja í öllu lífi okkar. Ég skýri þetta hugtak
stundum svo að sannleikurinn sé sá sem við kennum börnum
74