Hugur - 01.06.2002, Síða 77
Sannleikur, þverstæður og göt
Hugur
að segja, og sá sem við viljum að standi í fréttablöðum og
skólabókum.1
Sú hugmynd að við gætum gefið sannleikshugtakið upp á bátinn get-
ur átt við í afmörkuðu, fræðilegu samhengi - í samhengi þar sem við
getum komist af án hugtaksins - en við getum ekki gefið það upp á
bátinn í eitt skipti fyrir öll, til þess er það alltof samofið öllu okkar lífi.
II. Frá Evbúlídesi til Tarskis
Þverstæða lygarans á rætur að rekja aftur í fornöld Grikklands. Sam-
kvæmt Diogenesi Laertiusi, sem var sagnfræðingur á þriðju öld eftir
Krist, er Evbúlídes frá Míletos höfundur þverstæðunnar. Evbúlídes
var samtímamaður Aristótelesar, en þó íjallaði Aristóteles einungis
stuttlega um þessa þverstæðu. Sömu sögu er hins vegar hvorki að
segja um einn nemanda Aristótelesar, Þeófrastos, sem sagður er hafa
skrifað þrjár pappírsrullur um þverstæðuna, né um stóuspekinginn
Krysippos, sem átti að hafa gert enn betur og skrifað sex rullur um
hana. En allt er þetta nú glatað. Þverstæðan er jafnvel sögð hafa
dregið rökfræðinginn Fíletos frá Kos (um 330-270 f.Kr.) til dauða fyr-
ir aldur fram, en á legstein hans var ritað (í lauslegri þýðingu):
Förumaður, ég er Fíletos frá Kos,
það var Lygarinn sem olli dauða mínum
og hörmungunum sem hlutust þar af.
Segja má að það hafi fyrst verið með ritgerðum Alfreds Tarski, á fyrri
hluta tuttugustu aldar, að verulegur árangur náðist í glímunni við
þverstæðu lygarans. í greininni „Sannleikshugtakið í formlegum mál-
um“ setur Tarski fram takmarkaða lausn á þverstæðunni.2 Tarski
vildi halda í hugmynd Aristótelesar um sannleikann sem hann leit
1 Þorsteinn Gylfason, „Sannleikur", Er vit í vísindum?, Háskólaútgáfan 1996,
bls. 153-154.
2 Alfred Tarski, „The concept of truth in formalized languages", Logic, Semant-
ics and Metamathematics: Papers from 1923-1938, Hackett Publishing Co,
1990. í þessari grein fer Tarski út í öll smáatriði í skilgreiningunni, en í
greininni „Merkingarfræðilega hugmyndin um sannleika og undirstöður
merkingarfræðinnar" gerir Tarski grein fyrir hugmyndum sínum á óformleg-
an og einkar aðgengilegan máta. Sú grein er til í íslenskri þýðingu Ástu
Kristjönu Sveinsdóttur í Heimspeki á tuttugustu öld (Heimskringla, 1994).
75