Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 82
Hugur
Ólafur Páll Jónsson
þessari grein gerði Kripke tvennt. Fyrst gagnrýndi hann viðteknu
leiðina þannig að mönnum varð nánast ráðgáta hvernig á því gat
staðið að nokkur maður hefði nokkru sinni tekið hana alvarlega. Síð-
an setti hann fram hugmyndir um það hvað gæti komið í staðinn.
Gagnrýni Kripkes var einkum af tvennum toga. í fyrra lagi benti
hann á að menn vita ekki, og geta kannski ekki vitað, af hvaða stigi
sannleiksumsögnin er sem þeir nota eða vildu nota, í seinna lagi virð-
ist ekki hægt að gera grein fyrir staðhæfingum um sanngildi, sem
fjalla hver um aðra, ef við gefum okkur að viðtekna leiðin sé rétt.
Hvað fyrra gagnrýnisatriðið varðar þá skulum við líta á eftirfarandi
setningu:
(1) Flest sem Nixon sagði um Watergate-málið er ekki satt.6
Þótt það þurfi ekki að vera neitt mótsagnakennt við setningu eins og
(1), þá hefur sá sem segir þetta ekki í huga tiltekið stig fyrir sann-
leiksumsögnina sem kemur fyrir í setningunni. Sá sem segir þetta
gæti vissulega valið viðeigandi sannleiksumsögn, kannski ómeðvitað,
ef hann vissi af hvaða stigi setningar Nixons um Watergate-málið
væru. En, eins og Kripke segir, „sá sem þetta segir hefur enga leið til
að vita af hvaða ‘stigi’ setningar Nixons eru“ (695). Og sé engin leið að
vita af hvaða stigi setningar Nixons eru, þá er heldur engin leið til að
vita hvaða sannleiksumsögn skuli nota til að segja að Nixon hafi ekki
sagt sannleikann.
Samkvæmt hefðbundnu leiðinni falla setningar á tiltekið stig um
leið og þær eru sagðar. Setning (1) verður að vera af tilteknu stigi um
leið og hún er sögð, en ef stigið er of lágt, þá getur setningin misst
marks. Setjum sem svo að einhver segi:
Allt sem Nixon sagði um Watergate-málið er ósatt7.
Þessi setning gæti vel verið sönn jafnvel þótt Nixon hefði ekki sagt
annað en sannleikann um Watergate-málið, til dæmis ef allt sem Nix-
on sagði um málið hefði verið satt13.
Seinna gagnrýnisatriði Kripkes er enn alvarlegra. Hugsum okkur
eftirfarandi setningar. Dean segir (2) en Nixon segir (3).
Dæmið er fengið úr grein Kripkes. Setningar (1), (2) og (3) koma fyrir hjá hon-
um, en hugmyndina um að nota (A) fékk ég frá Ali Kazmi.
80