Hugur - 01.06.2002, Qupperneq 93
Sannleikur, þverstæður og göt
Hugur
sanngildisgöt, og hugmyndir manna um þýðingu slíkra gata fyrir rök-
fræði, skipti hér máli; þær dugi einfaldlega til að svara þessari
gagnrýni, þar sem þær sýna með nokkuð óyggjandi hætti að samsvör-
unarkenning um sannleikann þarf ekki að gera ráð fyrir nákvæmri
samsvörun máls og veruleika.
Ef við tökum hugmyndir Kripkes alvarlega og gerum grein fyrir
sanngildisgötum eins og ég hef lagt til, þá verðum við að taka hug-
myndina um þrígilda rökfræði alvarlega, þ.e. rökfræði þar sem setn-
ingar eru ekki annaðhvort sannar eða ósannar heldur geta líka verið
óákveðnar. Þetta þýðir að hafna verður lögmálinu um tvígildi, þ.e.
hafna verður því að það sé algilt lögmál að setning á forminu
S er sönn eða S er ekki sönn
sé alltaf sönn. Ýmsir heimspekingar hafa raunar ekki séð neitt at-
hugavert við þetta. í fyrra lagi er tvígildislögmálið ekki eiginlegt rök-
fræðilegt lögmál heldur merkingarfræðilegt lögmál, og í seinna lagi
hafa menn viljað hafna þessu lögmáli af öðrum ástæðum, t.d. með til-
liti til setninga um framtíðina. Menn hafa hins vegar verið tregari til
að hafna lögmálinu um annað tveggja, þ.e. hafna því að setning á
forminu
p eða ekki-p
sé alltaf sönn. Tvígildislögmálinu og lögmálinu um annað tveggja er
raunar oft slegið saman, og í ýmsum formlegum kerfum eru þau jafn-
gild. Hins vegar eru til kerfi þar sem tvígildislögmálið er ekki gilt en
lögmálið um annað tveggja er gilt. Frægast slíkra kerfa er líklega það
sem við getum kallað ofurmat á íslensku en heitir supervaluation á
ensku.10
Samkvæmt hugmyndinni um ofurmat stafa sannleiksgöt af því að
það er losarabragur á notkun okkar á tungumálinu. Við notum um-
sögn eins og ‘er sköllóttur’ án þess að hafa sett henni nákvæm mörk.
Við köllum umsagnir sem hafa ekki nákvæm mörk ónákvæmar um-
sagnir. Tungumálið er fullt af ónákvæmum umsögnum. Bertrand
10 Sjá Baas C. van Fraassen 1969. „Presuppositions, supervaluations and free
logic“, The Logical Way of Doing Things, K. Lambert ritstj., Yale University
Press, og Kit Fine 1975. „Vagueness, truth and logic“, Synthese Vol. 30 1975.
Grein Fines er endurprentuð í Vagueness: A Reader, R. Keefe og P. Smith
ritstj., MIT Press 1996.
91
L