Hugur - 01.06.2002, Page 97
Hugur, 14. ár, 2002
s. 95-111
Davíð Kristinsson
Nietzsche á hafi verðandinnar1
í Hinum hýru vísindum (1882) skrifar Friedrich Nietzsche:
Þegar okkur heimspekingunum og hinum „frjálsu öndum“
berst til eyrna að „gamli guðinn sé dauður“ líður okkur í raun
líkt og við séum baðaðir í nýjum morgunroða; hjartað yfírfyll-
ist af þakklæti, undrun, hugboðum, eftirvæntingu - loksins
virðist okkur sjóndeildarhringurinn aftur opinn upp á gátt,
jafnvel þótt hann sé ekki skýr, loksins geta skip okkar látið úr
höfn, siglt mót sérhverjum háska, þeim sem leitar þekkingar
er á ný frjálst að leggja sig í sérhveija hættu, hafið, hafið okk-
ar er opið á ný, kannski hefur aldrei fyrirfundist jafn „galopið
haf‘.2
Við erum stödd í erfidrykkju sem er þó fjarri því að vera sorgarathöfn.
I stað þess að sungnir séu sorgarsöngvar er stiginn dans í tilefni
ánægjulegra tíðinda. Guð er dauður, og dauði Guðs fæðir af sér dans-
andi stjörnu: Friedrich Nietzsche. Hugsuðurinn bregst við dauða
Guðs með kaldhæðni hins hýra heimspekings: „aldrei hef ég heyrt
neitt jafn guðdómlegt!" Kátínan er innileg, hugsuðurinn fyllist þakk-
læti, undrun og væntingum. Hann kveður já við dauða Guðs sem er
ekki upphafið að endalokunum heldur dagrenning nýrra tíma, birting
galopins hafs.
Guð þessi var samnefnari fyrir ákveðna frumspekilega heimsmynd.
Hann var æðsta lögmál samsemdarinnar, hins sama, einingarinnar,
1 Ég þakka Agli Arnarsyni, Agnesi Sigtryggsdóttur, Birni Þorsteinssyni, Hauki
Má Helgasyni, Hjörleifi Finnssyni, Laufeyju Guðnadóttur og Viðari Þor-
steinssyni gagnlegar ábendingar.
2 Friedrich Nietzsche, Die fröhliche Wissenschaft, §343.
95