Hugur - 01.06.2002, Síða 98
Hugur
Davíð Kristinsson
verunnar, frumeintaksins, miðjunnar, hins eilífa mælikvarða, stig-
veldisins. Eríidrykkja Guðs er um leið erfidrykkja allra minni guða á
borð við Sannleikann, Skynsemina og Sjálfsveruna. Dauði Guðs -
loksins! - veldur leysingu, frelsar mismun og kemur skriði á verðand-
ina. Þvílík gnótt! Nietzsche játar þessari frelsun, hinum dásamlega
margbreytileika mismunarins og kveður já við framtíðarverkefni
heimspekinnar. Yfirráð hins sama eru liðin undir lok, mismunurinn
er ekki lengur njörvaður við samsemdina, endurtekningin er laus
undan upphafinu. Með fráfalli hins frumspekilega miðpunkts tekur
mergð mismunarins að streyma fram og hugsuðurinn rekst á krafta
sem eru að verki „undir“ storknuðu yfirborði samsemdar, einingar og
festingar. Með fráfalli Guðs stöndum við ekki eftir í lausu lofti, held-
ur „á hreyfanlegum undirstöðum, svo að segja á rennandi vatni.“3 Ni-
etzsche finnur vísi að slíkri hugsun hjá Heraklítosi:
Hærra en Anaxímandros kallaði Heraklítos: „Ég sé ekkert
nema verðandina. Látið ekki blekkja ykkur! Ef þið teljið ykk-
ur hafa séð meginland í hafi verðandinnar og hverfulleikans,
þá er það til komið af skammsýni ykkar og ekki af hlutarins
eðli. Þið notið heiti hlutanna líkt og þeir hefðu ósveigjanlegan
varanleika: en jafnvel áin sem þið stígið út í öðru sinni er ekki
sú sama og í fyrsta sinn.“4
Laus við guðsóttann yfirgefur sæfarinn og landkönnuðurinn hinn
fasta samastað, siglir fullum seglum út á haf óvissunnar og tilraun-
arinnar sem lýkst upp við dauða Guðs. Þótt þessar myndlíkingar hafi
ákveðið skýringargildi eru þær vissulega óhóflega hetjulegar fyrir
andhetjur hins ferhyrnda skrifborðs, fjarri söltum sjó og straumhörð-
um fljótum. Það breytir því þó ekki að „andstætt hinum bundnu og
rótfóstu menntamönnum sjáum við fyrirmynd okkar nærri hinu and-
lega flökkulífi“.5 Flökkuhugsun krefst ekki nauðsynlega flökkulífs -
það er hægt að flakka á staðnum, ferðast í kyrrstöðu.
Líkt og sérhver „dýpri“ heimspekileg hugsun er „dauði Guðs“ í skrif-
3 Friedrich Nietzsche, „Um sannleika og lygi í ósiðrænum skilningi", þýð. Sig-
ríður Þorgeirsdóttir og Magnús Diðrik Baldursson, Skírnir 167 (vor 1993), s.
22.
4 Friedrich Nietzsche, Werke in drei Bánden, ritstj. Karl Schlechta, Múnchen:
Hanser, 1954, 3. bindi, s. 369-370. Þegar vísað er í þessa útgáfu er ávallt um
eftirlátin skrif Nietzsches að ræða.
5 Friedrich Nietzsche, Menschliches, Allzumenschliches, II, 1. hluti, §211.
96