Hugur - 01.06.2002, Page 101
Nietzsche á hafi verðandinnar
Hugur
ekki til er allt leyfilegt“ - með öðrum orðum, ef Guð er dauður þá er
flatneskjan allsráðandi. Það er íjarri því að hjörtu þeirra fyllist þakk-
læti og gleði. Þá skortir eitthvað. Til að fylla í þetta meinta tóm sækja
þeir ekki til hins guðlega heldur hins frumspekilega handanheims. í
stað Guðs grípa þeir til guða frumspekinnar þar eð heimurinn virðist
óskiljanlegur án þeirra. Nietzsche lýsir tómhyggjuhugsun slíkra
frumspekinga og þrá þeirra eftir upphafi með eftirfarandi hætti:
Það sem mestu varðar hlýtur að eiga sér annan, sérstakan
uppruna - það getur ekki átt sér rætur í þessum hverfula,
ginnandi, brigðula og lítilsiglda heimi, í þessari ringulreið vit-
firringar og losta. Þvert á móti hlýtur það að eiga sér upptök í
skauti verunnar, í hinu óforgengilega, hjá ósýnilegum guði, í
„hlutunum í sjálfum sér“, þar hljóta ræturnar að vera og
hvergi annars staðar.12
A undanfórnum árum hafa íslenskir Nietzsche-túlkendur gert ítrek-
aðar tilraunir til að sigla fleyi flökkuhugsuðarins aftur að landi. Ein-
kennandi fyrir þessar túlkanir er kynning Róberts Haraldssonar á
einu af þeim framtíðarverkefnum heimspekinnar sem Nietzsche ætl-
aði hinum fijálsu öndum. Róbert hefur á réttu að standa þegar hann
segir Nietzsche álykta „að við þurfum að sigrast á skugga guðs; það
sé hin nýja barátta.“13 Hann vitnar í fyrstu efnisgrein þriðju bókar
Hinna hýru vísinda máli sínu til stuðnings:
Eftir að Búddha dó var skuggi hans sýndur um aldir í helli
nokkrum, gríðarmikill og skelfilegur skuggi. Guð er dauður; en
ef marka má hætti manna verða e.t.v. í árþúsundir til hellar
þar sem skuggi hans verður sýndur. - Og við - við verðum
einnig að sigrast á skugga hans.14
Þessi þýðing Róberts er ágæt. Það er þó áberandi að eitt táknanna hef-
ur tekið breytingum í þýðingunni. Slík ábending væri vitaskuld leið-
12 Friedrich Nietzsche, Handan góðs og ills, §2, s. 81, þýð. Arthúr Björgvin Bolla-
son og Þröstur Ásmundsson, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1994.
13 Róbert Haraldsson, „Hlæjandi guðir og helgir menn. Dauði guðs í verkum Ni-
etzsches", Tveggja manna tal, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001,
s. 133.
14 Friedrich Nietzsche, Die fröhliche Wissenschaft, §108, þýðing Róberts Har-
aldssonar í: „Hlæjandi guðir og helgir menn“, s. 132.
99