Hugur - 01.06.2002, Qupperneq 102
Hugur
Davíð Kristinsson
inda smásmygli ef ætla mætti að hér væri um ómerkilega innsláttar-
villu að ræða. Þegar betur er að gáð læðist hins vegar að manni sá
grunur að hér séu á ferðinni freudísk mismæli (e. Freudian slip) sem
láta glitta í hið ómeðvitaða í Nietzsche-túlkunum íslenskra heimspek-
inga. Táknið sem farið hefur forgörðum í þýðingu efnisgreinarinnar er
hvorki meira né minna en sjálft upphrópunarmerkið.15 í skrifum Nie-
tzsches er upphrópunarmerkið mikilvægt tákn sem takmarkast ekki
við það að vera stílbrigði heldur er það jafnframt óaðskiljanlegur hluti
„innihalds“ þess sem fullyrt er. Hið glataða upphrópunarmerki er því
annað og meira en formlegt smáatriði og framtíðaráformin „við verð-
um einnig að sigrast á skugga hans“ eru ekki þau sömu hvort sem full-
yrðingunni lýkur með punkti eða upphrópunarmerki.16 Með punktin-
um („við verðum einnig að sigrast á skugga hans.“) dregur þýðandinn
úr því sem upphaflega var kraftmikil yfirlýsing um framtíðarverkefni
hinna fijálsu anda („við verðum einnig að sigrast á skugga hans!“). Sé
notast við orðræðu sálgreiningarinnar mætti orða þetta sem svo að Ró-
bert „geldi“ ákall Nietzsches: „!“ verður
Hér er ekki ætlunin að fjalla nánar um það hvernig Róbert „geldir“
Nietzsche enda hefur það verið gert frá öðrum sjónarhóli í greininni
„Hvers er Nietzsche megnugur?“ þar sem sýnt er fram á hvernig of-
urmenni Nietzsches verður að ljóðskáldi eigin lífs í túlkun Róberts og
að stóumanni í túlkun Vilhjálms Arnasonar.17 Þar sem Nietzsche-
túlkanir Sigríðar Þorgeirsdóttur fá minni umfjöllun í fyrrnefndri
grein en þær eiga skilið er ætlunin að bæta úr því hér. Líkt og Róbert,
sem „geldir“ framtíðarverkefni hinna frjálsu anda, baráttuna við
skugga Guðs, virðist Sigríður Þorgeirsdóttir ekki treysta sér of langt
út á haf verðandinnar. í grein sinni „Lygin um sannleikann og sann-
leikurinn um lygina“,18 sem hún skrifaði í framhaldi af þýðingu sinni
15 Upphrópunarmerkið vantar einnig í upphaflega útgáfu greinar Róberts Har-
aldssonar, „Hlæjandi guðir og helgir menn“, Skírnir 173 (haust 1999), s. 343.
16 I skrifum sínum um Nietzsche notast Róbert talsvert við upphrópunarmerk-
ið og gleymir ekki að setja það í lok setninga á borð við: „Svo er að sjá sem
Nietzsche sé því ekki á móti öllu siðferði þótt hann segist vera á móti siðferð-
inu sem slíku!“ (Róbert Haraldsson, „Eftirmyndir Nietzsches", Tveggja
manna tal, s. 114).
17 Davíð Kristinsson/Hjörleifur Finnsson, „Hvers er Nietzsche megnugur? Um
íslenska siðfræði og franska sifjafræöi", í: Geir Svansson (ritstj.), Heimspeki
verðandinnar - Rísóm, sifjar og innrætt siðfræði, Reykjavík: ReykjavíkurAka-
demían, 2002, s. 61-127.
18 Sigríður Þorgeirsdóttir, „Lygin um sannleikann og sannleikurinn um lygina“,
Tímarit Máls og menningar (1997: 3), s. 38-50. Hér eftir er vísað til greinar-
innar í meginmáli með blaðsíðutölum innan sviga. Greinin er endurbirt í:
100