Hugur - 01.06.2002, Side 107
Nietzsche á hafi verðandinnar
Hugur
að heiti þeirra og sannleikur eru ekkert annað en sköpun sem storkn-
að hefur í tímans rás:
Einungis með því að gleyma þessari frumstæðu veröld mynd-
hverfmganna, einungis vegna þess að heit myndakvikan, sem
eitt sinn flæddi úr ímyndunargíg mannsins, storknaði og
harðnaði, einungis sökum hinnar óbifanlegu trúar að þessi sól,
þessi gluggi, þetta borð séu sannindi í sjálfu sér, í skemmstu
máli sagt: einungis vegna þess að mannskepnan gleymir
sjálfsveru sinni, listrænt skapandi sjálfsveru sinni, býr hún við
sæmilega ró, öryggi og samkvæmni.26
Fremur en að taka undir þá skoðun Sigríðar að það sé „hægur leikur
að afsanna sannleikskenningu Nietzsches“, með því að benda að hætti
Habermas á mótsagnir og afstæði hjá Nietzsche, mætti skoða nánar
hvaða stöðu „sannleikur“ gæti haft í skrifum Nietzsches þegar hinn
sanni heimur er dauður og „sannleikurinn“ reynist eiga sér „rætur í
þessum hverfula, ginnandi, brigðula og lítilsiglda heimi“ mannanna.
Efniviðurinn sem heimspekingar og vísindamenn moða úr kemur
hvorki frá hinum sanna heimi né er hann hreinn heilaspuni:
Tungumálið verður því engan veginn til með rökrænum hætti
og eins má segja að ef allur sá efniviður, sem sannindamaður-
inn, vísindamaðurinn, heimspekingurinn moðar úr og mótar
kemur ekki beinustu leið frá Undralandi, þá á hann þó alltént
ekki upptök sín í eðli hlutanna.27
Með myndlíkingu mætti orða það svo að hugtök og kenningar fræði-
manna séu fíngerðir köngulóarvefir á hafi verðandinnar:
Við getum ekki annað en dáðst að því hvílíkur völundarsmið-
ur mannskepnan er að reisa jafn óendanlega flókna hugtaka-
hvelfingu á hreyfanlegum undirstöðum, svo að segja á renn-
andi vatni. Að vísu stendur byggingin ekki stöðug á slíkum
grunni nema hún sé gerð eins og köngulóarvefur, nógu fíngerð
til að berast með öldunni og nógu sterk til að tætast ekki í
sundur í vindinum.28
26 Sama rit, s. 23.
27 Sama rit, s. 19.
28 Sama rit, s. 22; leturbreyting mín.
105