Hugur - 01.06.2002, Page 115
Hugur, 14. ár, 2002
s. 113-123
Svanborg Sigmarsdóttir
Mannréttindi: Pólitík eða lögfræði?1
Mannréttindi eru talin vera einn af máttarstólpum vestræns lýðræð-
is. Það form þeirra sem við þekkjum helst hefur kenningalega verið
tengt við vestrænar frjálslyndiskenningar. Hér verður reynt að færa
rök fyrir því að þetta sé einungis eitt birtingarform mannréttinda af
mörgum mögulegum, þar sem þau eru pólitísk í eðli sínu, en ekki
náttúruleg eða eðlislæg og ekki hluti af eða leidd af æðra siðgæði.
Sem slík takmarkast mannréttindi við pólitískan vilja sem aftur á
móti takmarkast af gildandi viðmiðum (e. paradigm). Slík viðmið eru
þó ekki endanleg, því með áhrifamiklum innleggjum í orðræðu og at-
hafnir breytast mörk þeirra og með því skilningur okkar á umhverf-
inu og möguleikar pólitísks vilja, þar með talið vilja til að skilgreina
hvað við teljum til mannréttinda. Því eru möguleikar okkar til að
skilgreina mannréttindi í raun mun víðtækari en oftast er talið.
Mannréttindum, eins og við þekkjum þau, má skipta upp í tvo
flokka. Annars vegar höfum við lagaleg réttindi, eins og þau hafa ver-
ið samþykkt og birtast í mannréttindasáttmálum og lagabálkum;
hins vegar teljum við okkur hafa einhvers konar bindandi réttindi (e.
normative) eða siðferðisréttindi sem eru í gildi hvort sem hin lagalegu
réttindi eru til staðar eða ekki. Ef þau eru til staðar og gilda óháð vilja
og lagasetningu hljóta þau að byggja á einhverjum öðrum grundvelli.
En ef þessi grundvöllur er ekki til staðar hljótum við að álykta sem
svo að mannréttindi séu í raun pólitískt ákvörðuð og háð vilja bæði
þeirra einstaklinga sem eiga að njóta þeirra, svo og þeirra stjórnvalda
sem eiga að verja þau. Sé þetta niðurstaðan er réttara að tala um
borgararéttindi frekar en mannréttindi en þá er borgurunum líka
frjálst að breyta réttindunum frá þeim þrönga stakk sem mannrétt-
1 Greinin er byggð á fyrirlestri hjá félagi stjórnmálafræðinga og Mannréttinda-
skrifstofu íslands. ReykjavíkurAkademíunni, 14. febrúar 2002.
113