Hugur - 01.06.2002, Qupperneq 122
Hugur
Svanborg Sigmarsdóttir
gildakerfinu til að bæta stöðu ákveðinna hluta af hópnum, eins og
minnihluta eða kvenna, séu því hægar eða illmögulegar. Samfélags-
hyggjumenn benda þá á, að þótt ekki séu alls staðar viðurkennd ná-
kvæmlega sömu réttindi þýði það ekki endilega að aðrar hefðir, sem
við eigum erfitt með að skilja, séu skilyrðislaust slæmar. Einnig
benda þeir á að breytingar séu hluti af hverju menningarkerfi. Þau
þróist og breytist eins og best sést á sögulegum samanburði við stöðu
okkar í dag. Hinsvegar sé fyrir bestu að breytingar komi að innan en
ekki með utanaðkomandi kröfu þar sem slíkum kröfum sé tekið með
tortryggni og varúð. Margir stuðningsmenn mannréttinda í Afríku og
íslömskum ríkjum, eins og t.d. Abdullahi A. An-Na’im, hafa tekið und-
ir þessa greiningu samfélagshyggjumanna um að réttindi verði að
einhverju leyti að vera sértæk og taka mið af aðstæðum hveiju
sinni.17 Þrátt fyrir það telur An-Na’im að til þess að slík þróun í átt
til sértækra réttinda sé möguleg, sé nauðsynlegt að tryggja lagalegt
gildi Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, t.d. varðandi mál-
frelsi. Einungis á þann hátt sé hægt að tryggja að slík sértæk réttindi
séu í raun réttindi allra borgaranna. Slíkt er þó einungis mögulegt að
vel yfirveguðu máli. Því ef þessi réttindi eru tryggð sem „millibils-
ástand“, munu þau hafa varanleg áhrif á þróun borgararéttinda á við-
komandi stað.
Eru mannréttindi skaðleg lýðræðinu?
Ef bjarghyggju (e. foundationalism) um mannréttindi er á annað borð
hafnað og helsta gagnrýni samfélagshyggjunnar á frjálslyndiskenn-
ingar sé í grunnatriðum samþykkt, þ.e. að hinn „frjálsi og óháði“ ein-
staklingur sé ekki til og grunnhugmyndir um gildi og gildismat komi
frá samfélaginu, þá er ekki hægt að samþykkja mannréttindi sem
eitthvað raunverulegt fyrirbrigði, eitthvað sem er til óháð samþykki
okkar á því að það sé til. Það er ekki hægt að finna algild mannrétt-
indi með því að benda á rökhyggju eða skynsemi mannsins, eðli hans
eða með því að benda á að við tilheyrum öll sama mannkyni. Það síð-
astnefnda byggir á tegundarhyggju, en af henni leiðir ekki nauðsyn-
17 Abdullahi. A. An-Na’im 1995. „Toward a Cross-Cultural Approach to Defining
International Standards of Human Rights: The Meaning of Cruel, Inhuman,
or Degrading Treatment or Punishment" í Human Rights in Cross-Cultural
Perspectives: A Quest for Consensus (ritstj. Abdullahi A. An-Na’im). Univer-
sity of Philadelphia Press, Philadelphia.
120