Hugur - 01.06.2002, Síða 127
Hugur, 14. ár, 2002
s. 125-132
Þorsteinn Gylfason
Aðhylltist Magnús Stephensen
náttúrurétt?
I. Orð og hefðir
Ég hef næstum allt mitt vit um Magnús Stephensen (1768-1833) úr
ágætum ritum Inga Sigurðssonar.1 Ég hef ekki rannsakað hann sjálf-
ur. Samt hef ég fallið í þá freistni að gaumgæfa eina heimild - eina
einustu heimild - um störf og hugmyndir Magnúsar og hugleiða hana
sem heimspekingur. Heimildin er ræða Magnúsar við fyrstu setningu
hins konunglega íslenzka landsyfirréttar í Hólavallaskóla, norðan við
gamla kirkjugarðinn í Reykjavík þar sem nú heitir Hólatorg, hinn
19da ágúst 1801.2 Ingi telur ræðuna spegla „hugmyndir um náttúru-
rétt, eins og þær höfðu þróazt á 17. og 18. öld“.3 Hann hefur einkum í
huga greinarmun sem Magnús gerir á náttúrulögum og borgaraleg-
um lögum. Einhver slíkur greinarmunur er höfuðatriði í náttúrurétti.
Orðið „náttúrulög“ segir auðvitað litla sögu út af fyrir sig. Spurning-
in er hvernig það er notað og í hvaða tilgangi. Guðleysingjar geta beð-
ið Guð að hjálpa sér, til dæmis ef þeir hnerra. Eins geta orð úr nátt-
úrurétti lifað góðu lífi þótt náttúruréttarhefðin sé að öðru leyti
gleymd og grafin - eins og hún er oft talin hafa verið á Vesturlöndum
1 Ingi Sigurðsson: Hugmyndaheimur Magnúsar Stephensens, Hið íslenzka
bókmenntafélag, Reykjavík 1996, og Upplýsing og saga: Sýnisbók sagnarit-
unar Islendinga á upplýsingaröld, Rannsóknastofnun í bókmenntafræði og
Menningarsjóður, Reykjavík 1982.
2 Ræðan er prentuð sem fylgiskjal II með öðrum árgangi Minnisverðra Tíðinda
1801, viii-xxii, og endurprentuð hjá Birni Þórðarsyni: Landsyfirdómurinn
1800-1919, Sögufélag og ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík 1947, 36^15.
3 Ingi Sigurðsson: Hugmyndaheimur Magnúsar Stephensens, 59, sbr. líka 42.
125