Hugur - 01.06.2002, Side 130
Hugur
Þorsteinn Gylfason
Ræðan er, eins og hæfir tilefninu, lofgjörð laga og réttar. „Góð lög í
heiðri höfð eru lands og lýða heill.“ Lögin sem hér um ræðir eru borg-
araleg lög, sett eða gefin. Og þau verða að vera góð lög:
Af góðum lögum er heimtað, að þau sjeu eptir mannlegri nátt-
úru með alúð löguð, eptir landsins náttúrlega ásigkomulagi og
eptir stjórnarforminu; auk þess eiga þau löguð að vera eptir
tímunum og þeirra mikilvægu umbyltingum, líka stutt og auð-
skilin öllum.13
Borgaraleg lög eru tilkomin meðal mannkynsins vegna illsku mann-
anna. „Heimurinn liggur í hinu vonda." „Náttúrunnar almennu lög-
um“, sem Magnús kallar guðdómleg, er ekki hlýtt, og ef þau eiga ein
að ráða bíður okkar ekki annað en villimennska eða dýralíf: okkar
„ástand allt ekki annað en volæði.“14 En góð borgaraleg lög leiða til
farsældar eins og dæmin sanna.
Nú kemur að meginefni ræðunnar sem kemur efni mínu ekkert við.
Magnús andmælir ákaflega þeirri skoðun, sem hafði lengi notið hylli
og átti eftir að magnast mjög eftir hans dag, að fyrstu fjórar aldir ís-
landssögunnar,15 við „frelsi og eiginstjórn“, hafi verið „íslands farsælu
aldir“. Hin fornu lög gáfu hvorki heill né farsæld. Þau voru ekki full-
góð, né heldur voru þau í heiðri höfð.16 Síðan lofsyngur hann stjórn
Danakonunga á íslandi, ekki sízt á síðari helft 18du aldar, fyrir laga-
bætur, heilsugæzlu og uppfræðingu.17
En þessi efni koma okkur ekki við. Við viljum vita: er einhver nátt-
úruréttur hér?
IV. Gætir náttúruréttar hjá Magnúsi?
Náttúruréttur er grundvöllur alls annars réttar. Hann er réttlæting
hans og þar með forsenda fyrir gagnrýni á öll lög sem ekki verða rétt-
lætt með rökum hans. Stundum er setningin „Lex injusta non est lex“
- „Ólög eru engin lög“18 - talin vera höfuðkenning í náttúrurétti.
13 Hér haft eftir Birni Þórðarsyni: LancLsyfirdómurinn 1800-1919, 41.
14 Björn Þórðarson: Landsyfirdómurinn 1800-1919, 37.
15 Sbr. Inga Sigurðsson: Hugmyndaheimur Magnúsar Stephensen, 155.
16 Björn Þórðarson: Landsyfirdómurinn 1800-1919, 39.
17 Björn Þórðarson: Landsyfirdómurinn 1800-1919, 43.
18 Eg heyrði í fyrra starfsbróður minn játa þá trú að ólög séu engin lög um
128