Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 131
Aðhylltist Magnús Stephensen náttúrurétt?
Hugur
Finnis sýnir fram á að hér fer eitt og annað á milli mála, bæði efnis-
lega og frá hugmyndasögulegu sjónarmiði. Setningin sé hæpin eins og
hún stendur, og hæpið líka að eigna hefðinni einhverja slíka kenn-
ingu.19 En skeytum ekki um þetta. Náttúruréttur er grundvöllur ann-
ars réttar hvað sem þessari kenningu líður.
Þessi hugsun er hvergi til hjá Magnúsi.20 Hjá honum eru náttúru-
lög, sem hann kallar svo, alls enginn grundvöllur laga. Þegar hann
talar um náttúrulög á hann við það sem við mundum vilja kalla sið-
ferði til aðgreiningar frá lagareglum. Á einum stað nefnir hann þetta
siðferði „innvortis sannfæringu um skyldu“.21 Og meginhugmynd
hans í Landsyfirréttarræðunni um siðferðið - náttúrulögin - er að
það sé dáðlaust og máttvana. Það breytir engu að kristindómur og
upplýsing hafa útlistað náttúrunnar boðorð.22 í Hentugri handbók
fyrir hvprn mann kallar hann siðferðið „sidgædi eda almennan sidfer-
dis-lærdóm“.23 I handbókinni segir hann að lög séu byggð á hinu
óraskanlega siðgæði. Hann segir ekkert því líkt í ræðunni, hvað þá að
hann kannist við að lög beri að vega og meta í ljósi siðgæðisins.
Svo er annað. Náttúruréttur kveður á um mannréttindi og setur
ríkisvaldi skorður að ýmsu öðru leyti líka. Hjá John Locke var til
dæmis ekki sízt um skorður við skattheimtu að ræða, hjá Montesqu-
ieu um skorður við duttlungum valdsins. Að slíkum efnum víkur
Magnús hvergi í ræðunni. En þá kynni einhver að spyrja hvernig
háttsettum embættismanni einvaldskonungs ætti að leyfast slíkt í
opinberri ræðu.
Ingi Sigurðsson hittir naglann á höfuðið: „Hafa ber í huga, að líkt og
aðrir íslendingar þurfti Magnús að haga orðum sínum varlega, þegar
hann Qallaði um stjórnmál, því að ella var hætta á að stjórnvöldum
mislíkaði, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“24 Ingi nefnir síðan að
reiknilíkanið sem þá var á hvers manns vörum í heimspekideild. En að vísu
ekki nákvæmlega með orðunum „ólög eru engin lög“ né heldur „lex injusta
non est lex“.
19 John Finnis: Natural Law and Natural Right, kafli xii, 351-368.
20 Hins vegar kynni hún að felast í orðum Sveins Sölvasonar í Tyro Juris.
21 Björn Þórðarson: Landsyfirdómurinn 1800-1919, 38.
22 Sami staður.
23 Magnús Stephensen: Hentug Handbók fyrir hv0rn mann ..., Leirárgörðum
1812, vii-viii. Sbr. Inga Sigurðsson: Hugmyndaheimur Magnúsar Stephen-
sens, 65.
24 Ingi Sigurðsson: Hugmyndaheimur Magnúsar Stephensen, 42. Hafa ber í
huga að slík varfærni kann að vera ráðleg í ríki Davíðs Oddssonar ekki síð-
ur en Kristjáns VII.
129