Hugur - 01.06.2002, Page 135
Hugur, 14. ár, 2002
s. 133-147
Guðmundur Heiðar Frímannsson
Robert Nozick (1938-2002)
Bandaríski heimspekingurinn Robert Nozick lézt í janúar sl. af völd-
um magakrabbameins, 63 ára að aldri. Robert Nozick hlýtur að telj-
ast í hópi merkustu heimspekinga á síðari hluta tuttugustu aldar.
Frægastur varð hann fyrir bók sína Stjórnleysi, ríki og staðleysa (An-
archy, State and Utopia) sem kom út fyrst árið 1974 og er enn á mark-
aði. En Nozick ritaði um ijöldamarga hluti á ólíkum sviðum heim-
spekinnar og margt af því hefur reynzt varanlegt og haft umtalsverð
áhrif.
Robert Nozick fæddist í Brooklyn í New York árið 1938 sonur Max
Nozicks og Sophie Cohen Nozicks sem bæði voru innflytjendur í
Bandaríkjunum frá Rússlandi. Max Nozick rak eigið íyrirtæki og son-
urinn gekk í hverfisskóla í Brooklyn. Hann varð snemma pólitískur og
gekk í sósíalistaflokk þegar hann var í skóla, og þegar hann var ung-
lingur las hann Ríkið eftir Platón. Hann fór í Columbia College og
lærði þar heimspeki, í framhaldsnám til Háskólans í Princeton og lauk
þaðan M.A. prófi 1961 og doktorsprófi árið 1963. Hann segir í þakkar-
orðum í upphafi bókar sinnar Heimspekilegar skýringar (Philosophic-
al Explanations) að hann þakki foreldrum sínum fyrir ást og hvatn-
ingu og umburðarlyndi við reikult ráð sonar síns í skólanámi en í því
fólst að hann féll í fimm námskeiðum í grunnnámi í háskóla, þremur
þeirra í heimspeki, og að þau hafi verið reiðubúin að sætta sig við þá
ákvörðun, sem hann tók snemma, að verða ekki læknir.
Kennsla og rannsóknir í heimspeki urðu ævistarf hans. Þó var það
ekki Ríki Platóns sem réð mestu um það að Nozick sneri sér að heim-
speki. Þegar hann kom í Columbia College tók hann inngangsnám-
skeið í heimspeki og líkaði það illa. En hann sótti líka námskeið í nú-
tímamenningu sem heimspekingurinn Sidney Morgenbesser kenndi.
Hann sagði sjálfur þannig frá að í hvert skipti sem hann hafi opnað
133