Hugur - 01.06.2002, Page 141
Robert Nozick (1938-2002)
Hugur
verkum annarra. Hann ber síðan saman þær skorður sem dýr setja
verkum mannanna og aðrar persónur, veltir fyrir sér hvað skiptir
máli í lífi manna annað en reynsla fólks.
Fjórði kaflinn er um bönn, bætur og áhættu. Höfundur greinir hlut-
verk varnarfélagsins í samspili við einstaklinga með réttindi. Spurn-
ingarnar sem glímt er við í þessum kafla varða áhættusama hegðun
einstaklinga. Þegar varnarfélagið fer að framfylgja samningunum
sem það hefur gert við einstaklingana þá þarf að viðhafa einhverjar
reglur um hvernig fara má að.
Fimmti kaflinn nefnist ríkið og í honum greinir Nozick hvort hið
ríkjandi varnarfélag geti talist vera ríki, en hið ríkjandi varnarfélag
er það félag sem nær yfirburðum í samningum við einstaklingana á
tilteknu svæði. Til að slíkt félag geti talist ríki þarf það að uppfylla
tvö skilyrði: Það þarf að hafa einkarétt á valdbeitingu á tilteknu
svæði og það verður að vernda réttindi allra á tilteknu landssvæði.
Niðurstaða Nozicks er að ríki geti orðið til með þeim hætti sem hann
lýsir, það sé lágmarksríki sem megi verja sjálft sig og sjá um að fram-
fylgja reglum um verndun eigna gegn þjófnaði og öðrum verknuðum
sem teljast stríða gegn hagsmunum og réttindum fólks. Sjötta kaflan-
um ver hann loks til að rökræða frekar þær ástæður sem hann hefur
notað til að styðja réttmæti ríkisins.
Þessi fju-sti hluti bókarinnar sem er næstum helmingur af blaðsíð-
um hennar er einn samfelldur rökstuðningur fyrir því að ríkisvald
geti orðið til í ríki náttúrunnar án þess að skerða réttindi þeirra ein-
staklinga sem í því eru. Fyrsti hlutinn leiðir rök að því að ríkið sé
réttmætt en í öðrum hluta er leitað svara við því hvað takmarki hlut-
verk þess.
í öðrum hluta bókarinnar eru Qórir kaflar. Hann hefst á sjöunda
kafla sem er lengsti kafli bókarinnar. Sá kafli er tvískiptur. í fyrri
hlutanum setur Nozick fram tilkallskenningu (e. entitlement theory)
sína um eignir, en mér virðist þessi kenning vera útfærsla hans á
svipaðri kenningu Lockes um sama efni. Kenningin þarf í fyrra lagi
að lýsa því hvernig einstaklingar eignast hluti og í síðara lagi hvern-
ig þeir skiptast á hlutum. I sem stystu máli þá er það svo að í full-
komlega réttlátum heimi gildir að sá sem eignast hlut í samræmi við
réttlætisreglur á tilkall til eignarinnar, og sá sem eignast hlut í sam-
ræmi við réttlætisreglur um skipti, af einhverjum sem á tilkall til
hans, á tilkall til þessa hlutar. Fyrri reglan hefur verið nefnd afla-
regla (e. original acquisition of holdings), sú síðari skiptaregla (e.
transfer of holdings). Þriðja reglan sem Nozick notar er reisnarregla
139