Hugur - 01.06.2002, Side 146

Hugur - 01.06.2002, Side 146
Hugur Guðmundur Heiðar Frímannsson sé ekkert hirt um táknrænt hlutverk stjórnmála (sjá 25. kafla bókar- innar, bls. 286-296). Það sem hann á við er það að sú staðreynd að stjórnmál beinast að tilteknu máli er til marks um mikilvægi þess og hve það er brýnt og beinir okkar eigin huga og áhyggjum að því. Sam- eiginleg málefni sem fá lítinn hljómgrunn í stjórnmálum eða litið er alveg fram hjá virðast oft óverðug athygli okkar og fá þess vegna lít- inn stuðning. Hver einstaklingur á ákveðna hlutdeild í samfélagi og það hefur áhrif á viðhorf hans og skoðanir hvernig samfélagið er og hvað það fæst sameiginlega við. Þessi ábending frá höfundinum sjálf- um er hugsuð af hans hendi til að benda á að um þetta hafi ekki ver- ið fjallað í bókinni en hann vill ekki draga neinar frekari ályktanir af þessari vöntun. Ef maður fellst á þetta hlutverk stjórnmála virðist mér hins vegar að ýmislegt í fyrsta hluta bókar Nozicks þurfi endur- skoðunar við. Annað atriði sem vert er að huga að eru mörk reglnanna í réttlæt- iskenningu Nozicks. Ég hygg að flestir gætu að óathuguðu máli fall- ist á það með Nozick að hvert og eitt okkar hafi óskoruð ráð yfir því sem við öflum með eigin vinnu eins og Wilt Chamberlain. Sömuleiðis hygg ég að flestir myndu samþykkja að sama ætti við um eigin hæfi- leika. Það er að vísu rétt að í færri tilvikum en fleirum er það senni- lega satt að við eigum ekki hæfileika okkar skilda heldur hljótum við þá í því happadrætti náttúrunnar sem tilurð og upphaf hvers einstak- lings er. En í fleiri tilvikum er það svo að hæfileikar okkar hvers og eins eru afurð eigin upplags og eigin framlags og fyrirhafnar og þá hæfileika eigum við skilda enda höfum við lagt okkar af mörkum til að hljóta þá og þróa. Það er mikill og djúpur misskilningur að halda að þroskaðir mannlegir hæfileikar séu ekki afleiðing eigin framlags. Nozick gerir sig ekki sekan um það. En hvað eigum við að segja um eigið líf og eigin líkama? Höfum við óskoruð yfirráð yfir þeim? Getum við gert það sem okkur sýnist við eigin líkama og eigið líf? Nozick er ekki í nokkrum vafa um að við höfum heimild til þess og þar með gildi réttlætisreglurnar um það sem við gerum við eigið líf og líkama. En flest okkar hinna eru einungis reiðubúin að segja að yfirráðin séu tak- mörkuð. Manni sé heimilt að nota líkamann í tilteknum tilgangi en ekki öðrum. Manni sé til dæmis ekki heimilt að selja eigin líffæri hæstbjóðanda og manni sé ekki siðferðilega heimilt að svipta sig lífi samkvæmt samningi. A þetta er einungis bent til þess að vekja at- hygli á að mörk réttlætisreglna Nozicks eru ekki fyllilega skýr. Þriðja atriðið er að Nozick skilur óskoruð yfirráð afdráttarlausum skilningi. Hafi maður óskoruð ráð yfir einhverju er engum heimilt að 144
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.