Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 157
Hvað er sannfæring?
Hugur
getum við ekki efast um þær? Vegna þess að við höfum ekki skilnings-
forsendur til þess þar eð þessar hugmyndir sem um er að ræða eru
forsendur skilnings okkar. (En þetta þýðir aftur, að ef reynir á for-
dóma okkar með þeim hætti að þeir rekast á aðra fordóma, þá geta
þeir breyst - og við getum efast um þá, en efinn hlýtur að eiga sér
rætur utan við mann sjálfan). Fordómahugtakið er nátengt nokkrum
öðrum hugtökum sem eru meginþættir í túlkunarheimspeki Gadam-
ers, og ber þar helst að nefna hefðarhugtakið (þ. Úberlieferung/Trad-
ition) og hugmyndina um sambræðslu sjóndeildarhringa (þ. Horizont-
verschmelzung). Hér er ekki rúm til að fara út í nánari útskýringu á
þessum hugtökum, en segja má, að hefðin sjái okkur fyrir fordómum,
sem aftur mynda það sem Gadamer nefnir sjóndeildarhring skilnings
okkar, það er, takmörk skilningsins, en um leið grundvallarforsendur
hans. En rætur skilnings Gadamers á fordómum liggja í hugmyndum
hans um eðli tengsla manns og tungumáls. I stuttu máli eru þessar
hugmyndir hans á þá leið, að hugsun manns mótist og stjórnist af því
tungumáli sem hann talar og að maður geti aldrei komist út fyrir
tungumálið með þeim hætti sem nauðsynlegt væri til að hægt væri að
snúa þessu við, það er, til að hugsun manns sjálfs gæti stjórnað og
mótað tungumálið sem hann talar. Þessum hugmyndum Gadamers
hefur ekki síst verið andæft á þeim forsendum að þær feli í sér að
gagnrýnin yfirvegun sé í raun ekki möguleg og að þær séu rök fyrir
íhaldssömu viðhorfi. Þannig skrifaði Jurgen Habermas: „Jákvætt við-
horf Gadamers í garð fordóma, sem sprottnir eru af hefð, vinnur gegn
því sem yfirvegun fær áorkað.“6 Georgia Warnke tók í sama streng:
Kenning Gadamers [...] er í grundvallaratriðum íhaldssöm og
segir, að þar sem við búum ekki yfir neinu skynsemishugtaki
sem er óháð þeirri hefð sem við tilheyrum, og getum því ekki
skírskotað til algildra viðmiðana og allsheijarreglna, ættum
við ekki einu sinni að reyna að losa okkur undan yfirvaldi
þessarar hefðar.7
Pritchard, sbr. bók hans, Witchcraft, Oracles and Magic Among the Azande.
(Oxford at the Clarendon Press, 1965, fyrsta útgáfa 1937), bls. 194—195.
6 Jiirgen Habermas: „A Review of Gadamer’s Truth and Method,“ í Under-
standing and Social Inquiry, ritstj. Fred R. Dallmayr og Thomas McCarthy.
(Notre Dame: University of Notre Dame Press, 1977), bls. 358.
7 Georgia Warnke: Gadamer: Hermeneutics, Tradition and Reason. (Stanford:
Stanford University Press, 1987), bls. 136.
155