Búnaðarrit - 01.01.1917, Síða 139
BÚÍTAÐARRIT
133
Hlunnindajarðir eru þar margar, og þeirra mestar og
beztar eru Ofeigsfjörður, Árnes og Drangar. Hlunnindin
eru dúntekja, selveiði og reki. Reykjanes og Veiðileysa
eru og góðar jarðir. Af hlunnindalausum jörðum er
Reykjarfjörður einna beztur. Túnið gott og útheysslægjur
miklar og vélfærar með köflum. Bær í Trékyllisvík og
Melar eru og góðar slægnajarðir, eftir því sem gerist
þar norður frá.
Túnin eru fremur lítil víðast hvar í hreppnum, en
mætti vafalaust stækka þau, sumstaðar að minsta kosti.
Hins vegar er nú á það að líta, að erfitt er þar yfir höfuð
að gera jarðabætur. Sumurin eru stutt, en vetrarríki
mikið, og leysir oft ekki snjó af túuum í hörðum árum
fyr en eftir Jónsmessu. Þó tekur út yfir með veðráttuna
í ísárum. Þegar hafís rekur inn á Húnaflóa síðari hluta
vetrar, fyilast vanalega allir firðir, víkur og vogar í
Strandasýslu með ís. Samfara ísnum eru þokur, súld og
norðangjóstur. Sér þá oft ekki sól á Ströndum svo dög-
um og jafnvel vikum skiftir. Sprettur þá bæði seint og
illa. Klaki fer ekki úr jörðu fyr en seint og síðar meír.
Og þá er oft ekki hægt að vinna á túnum fyr en um
og eftir Jónsmessu. Sjá þá allir, að lítill tími verður til
jarðabóta þar norður frá. Þó hafa sumir þar töluverða
viðleitni á að gera eitthvað jörðum sínum til bóta, og
verður nánar vikið að því seinna.
Búskapur og afkoma í Árneshreppi er og hefir verið
nú um skeið allgóð. Efnamenn eru þar að vísu fáir,
en efnahagur fremur jafn, og flestir komast sæmilega af
með sig og sína. Jarðirnar eru flestar í sjálfsábúð. Það
eru að eins 2 þjóðjarðir þar eftir óseldar, Ingólfsfjörður
og Eyri. Prestssetrið er kirkjujörð og Drangavik er
klausturjörð.
Húsakynni eru víðast hvar í hreppnum allgóð. Bæ-
irnir eru portbygðir. í Ófeigsfirði var ágætur bær, bygður
1886, en brann til kaldra kola á hvitasunnudag 1913.
Nú heflr Oudmundur Pétursson bóndi þar, viðurkendur