Morgunn - 01.12.1921, Síða 6
126
M 0 R (j U N N
reynslu jarðlífsinB, aem sérhverjum af obb er ætlað að
hljóta. Því er haldið fram handan að, að sérhvert barri
ætti að réttu lagi að ganga gegnum öll stig jarðnesks
aldurskeiðe og þeirrar reynslu, sem þeim er samfara,
unz það fellur sem þroskað aldin af meiði hins líkam-
lega lífs. Sú sé tilætlun guðs og náttúrunnar, og einhvern
tíma muni mannkynið komast svo langt, að þetta náist.
Eitt af því, sem hin nýja þekking mun færa mann
kyninu, er því alvarleg áminning um að gera alt sem
aððið er, til þess að varðveita líf barna og búa börnum
sem bezt kjör og bezt uppeldi, að auðið er. Þeir fara
með nokkuð frek ósannindi, er halda því frain, að hin
nýja fræðsla geri menn léttúðarfulla og siðlausa.
Sumir telja þennan missi svo mikinn, að barnið
framliðna verði að fæðast aftur hér á jörð, til þess að
öðlast þá reynslu, sem því sé nauðsynleg til þroskans
Flestii' guðspekingar eru þeirrar skoðunar. Þeir trúa yfir-
leitt á endurholdgun. Sumir spíritistar eru sömu skoðun-
ar, en margir þeirra eru andvígir endurholdgunar-kenn-
ingunni. Gætnir sálarrannsóknamenn vilja ekkert um
það fullyrða, og það af þeirri ástæðu, að það mál sé
ekki sannað enn, á hvorugan veginn. Fyrir því læt eg
mér ekki í hug koma að fullyrða neitt um það. En
þennan missi er reyut að bæta börnunum upp á næsta
lífssviðinu.
Dauðinn er fæðing yfir á það svið. Þar er tekið á
móti hverju barni með meiri ástúð og nákvæmni en vér
þekkjum á þessari jörð, hvort sem það er skírt eða
óskírt. Guð fer ekki í manngreinarálit. Alveg sérstakir
menn eða andar hafa þar það hlutverk með hendi að
annast börn og uppala. Börnin vaxa þar með mjög lík-
um hætti og hér á jörð, og þeim smá-fer fram eins og
börnum hér i lífi. Þau eru uppalin i sérstökum barna-
hælum — ef vér megum nefna það svo. Skeytin að
handan fuliyrða, að fólkið, sem þar starfar, hjúkrunar-
I