Morgunn - 01.12.1921, Síða 16
136
MORGUNN
(þ. e. mig sæll, mig svangur, mig syfjaður). Hún spurði
drengina: »Hver skrifaði þetta?* Þeir sögðu eins og
var: þeir hefðu aðeins stutt fingurgómunum á áhaldið.
Þeir voru 14 og 16 ára að aldri og mjög sannorðir og
áreiðanlegir. Þeir þorðu varla að ræða þetta við mömmu
sína, því að þeim var kunnugt um hrygð hennar. Þeim
lá sjálfum við að vikna. En móðirin stóð með társtirnd
auguu og Btarði á setninguna, einkum síðari hlutann: »Me
happy«.
Móðirin læsti blaðið og áhaldið niður í skúffu. Dreng-
irnir fóru aftur í skólann — þeir höfðu verið heima í
leyfi — og hálfur mánuður leið. Frúin var katólskrar
trúar og nðkomin frægum katólskum presti. Henni
hafði verið kent, að það væri Ijótt að reyna að komast í
samband við fraraliðna menn, og það eitt hefðist upp úr
því, að menn kæmust í samband við illa anda. Samt
varð löngunin að reyna áhaldið öllu öðru yfirsterkari.
Hjá henni var vinnukona, er Nellie hét og heyrði til
Hjálpræðishernum. Hana fekk hún í lið með sór. Plan-
chettan hreyfðist og tók að skrifa. Nellie reyndist að
vera gædd miðilskrafti.
Hrygga móðirin komst i samband við drenginn sinn.
Hann varð duglegur hð skrifa með áhaldinu, og nú er
boðskapur hans kominn út í heilli bók. Hann lét ágæt-
lega af sér. Líðunin var Ijómandi góð, nema hvað hann
tók sér nærvi sorg og söknuð móður sinnar. Fyrir því
hafði hann sótt svo fast að komast í samband, til þess
að hugga hana.
Hann sannaði sig á marga lund, og lýsti lífinu í sín-
um heimi, því að um margra ára skeið (við og við í ein
18 ár) hefir móðirin haft, samband við hann. Eitt af því,
sem hann sannaði sig með, var að segja t. d. mömmu
sinni heima í Lundúnum, hvað bræður hans hefðust að í
Tonbridge, þegar þeir dvöldust þar vegna skólans.
Einu Binni skrifaði Gordon hjá móður sinni í Lundúnum,
að þennan sama morgun hefði Eric bróðir Binn farið út