Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 29
HOEGUNN
149
heyrnartól. Tilraunamennirnir sitja með heyrnartólin við
eyrun umhverfis kassann. Auk rafvirkisins og talfæris-
ins eru áhöld til hljóðauka í neðra hólfinu, en ekki virð-
ist tilraunamönnunum þeir hafi neitt gagn haft af þeim.
Höf. ritgjörðarinnar kveðst hafa skoðað áhaldið mjög
vandlega og gengið úr skugga um það, að engin brögð
væru í tafli, sérstaklega, að engir þræðir lægju inn í kass-
ann, né að nein göt væru á honum, sem flutt gætu nein
hljóð að talfærinu. Hann fékk að koma á tilraunafund,
ásamt konu sinni, og annari konu, frú Wood Sims, sem
hann segir að hafi mjög mikla þekkingu á sálarrannsókn-
um og sé auk þess gædd einhverjum miðilshæfileikum.
Iiöf. lýsir því, sem fyrir hann bar, svo sem nú skal
greina:
»Um stund heyrði eg ekkert nema við og við smá-
högg. Mér var sagt, að það væri venjulega fyrsta bend-
ingin um návist hinna framliðnu vina. Smámsaman
vöndust eyru min við áreynsluna, og eg heyrði hljóma,
sem smátt og smátt urðu að orðum, er livíslað var..
»l?ví næst var net'nt nafn, og konan mín og frú Wood
lentu i fjörugri samræðu við hvísl-rödd, sem hafði mikið
að segja, og komumaður átti ekkert örðugt með að sanna,
hver hann væri. Eg heyrði ekki öll orðin greinilega, en
gat fylgst með því sem sagt var — alveg eins og menn
geta fylgst með talsímasamtali, þó að sum orðin tapist eða
8éu óskýr. Það þótti mér nærri því eins merkilegt eins
og hvíslið, að allir, sem hlustuðu, virtust heyra það Eg
réð það af því, hvernig aðrir fundarmenn tóku þátt í
þessari merkilegu samræðu. Ef konan min misti úr orð
eða 8etni»gu, gat frú Wood Sims sagt henni, hvað sagt
hefði verið — eða ef hún gat það ekki, þá gat Mr. Gar-
scadden það, eða einhver af McCreadieunum.
»Við og við tók eg heyrnartólin frá eyrunum, hallaði
mér áfram að kassanum og hlustaði vandlega — en ef
eg hafði ekki heyrnartólin við evrun, heyrðist ekkert
hvisl og engin orð, önnur en þau, sem fundarraenn