Morgunn - 01.12.1921, Side 57
MORGUNN
177
hvað útsýnið væri yndislegt, að eigandi trjánna lét uppi
þá raæðulegu vitneskju, að jbjallan®1) væri alveg að fara
með nýgræðinginn.
>Þið sjáið þessa hlykki — þessar skyndilegu bugður
á nýgræðingnum. Þetta eýnir, að bjallan hefir komist að
þeim. Þið sjáið ekki skemdirnar á ungu trjánum eins og
eg sé þær; þetta er versta skaðræðið, sem við höfum við
að stríða . . . «, og margt meira í þá áttina Svo vön
var fjölskyldan orðin þessu umtalsefni, að Bim sagði
stundum við móður sína í hálfum hljóðum: >Nú skulum
við taka eftir, hvort við komumst gegnum þennan skóg,
án þess að heyra neitt um bjölluna*. Ef faðir Bims var
svartsýnn á eitthvað úr hófl fram, var Bim vanur að
segja: »Nú er bjallan komin í allan skóginn«!
»Þetta eru smávægileg orð, sem við erum að minnast
— eins og froða á sumarsævi; þið munuð segja, að þau
séu naumast þess virði, að þeim sé haldið til haga; enda
sannleikurinn sá, að fyrstu döpru mánuðina eftir missinn
mundum við lítið eftir þeim.
»En það var Bim sjálfur, sem minti okkur á þau«.
Höf. skýrir svo frá því er gerðist 17. des. 1917.
»Feda (segir): »Bim vill nú koma skilaboðum til
íöður sins. Þessi Mlc er sérstalclega fyrir föður hans; undir-
strikið þið þetta, segir hann. Það er 9. bókin í 3. hill-
unni, þegar talið er frá vinstri til hægri, í bókaskápnum
hægra megin við samkvæmisaalsdyrnar, þegar inn er
gengið; gætið að bókatitlinum og lítið á bls. 37«.
»Við fundum 9. bókina i hillunni, sem um var talað,
og nafnið á henni var Tré.
»Og á bls. 36 allra-neðst byrjaði þessi setning og
gekk yfir á bls. 37:
iStundum nid sjd lcynleg merlci í slcóginum; þau eru
eftir bjölluna, sem grefur sér göng og er mjög skaðleg
trjánumi
»Ef einhver ókunnugur maður hefði verið viðstaddur,
‘) ein* koDar skorkvikindi.