Morgunn - 01.12.1921, Qupperneq 81
M 0 R G U N N
201
Þegar prófessorinn hafði fengið þetta biskupsbréf,
« fann hann dómkirkjuprest að máli, og bað hann um leyfi
til að ferma son sinn, samkvæmt fyrirmælum biskups.
Dómkirkjuprestur synjaði fyrat um leyfið. Hann lofaði
að sönnu að kæra ekki prófessorinn, þó að fermingin
færi fram. En hann neitaði með öllu að verða við þeim
8kilyrðum, sem biskup hafði sett: að fela prófessornum
»að framkvæma ferminguna á sína ábyrgð og í sínu um-
boði«. Þeir áttu tvivegis tal um þetta sama daginn, og
i hvorutveggja skiftið tók dómkirkjuprestur eins í málið.
En að kvöldi þess dags sendi dómkirkjuprestur prófessorn-
um skriflegt umboð, er var í samræmi við skilyrði biskups.
Dómkirkjuprestur hefir ekki, svo að oss sé kunnugt,
látið neitt uppi um það, hvers vegna hann breytti stefnu
sinni í málinu. En ekki virðist ólíklega til getið, að það
hafi verið fyrir þá sök, að sá fermingarpilturinn, sem var í
þjóðkirkjusöfnuðinum, var prófessornum svo vandabundinn
— að dómkirkjuprestur hafí þózt sjá það, við nákvæmari
íhugun, að það raundi orka tvímælis að synja, umsækjanda
um leyfi til þess að ferma sitt eigið barn. Að minsta
kosti er auðséð á biskups-bréfinu, að biskup hefir litið svo
á, sem í því atriði væru fólgin mikil meðmæli með því,
að leyfið yrði veitt. Sömuleiðis virðist ekki óréttmætt að
draga þá ályktun af undirtektunuui öllum, að leyfið mundi
ekki hafa verið veitt, ef þjóðkirkjupilturinn hefði ekki
verið prófessornum neitt vandabundinn.
I bréfi biskups eru nokkur atriði, sem vert er að
gefa gætur að.
Fyrata atriðið er það, að biskup lítur svo á, sem síra
Haraldur Níelsson sé ekki >sóknarprestur í skilningi lag-
anna«, ekki »þjónandi sóknarprestur«, þó að hann sé
prestur á Laugarnesspitala, og að hann haíi því ekki sama
rétt til erabættisverka eins og prestar alment, eða, svo
sem ef til vill væri réttara að orða það, að almenningur