Morgunn - 01.12.1921, Side 83
MORSUKN
203
það, nema ef það á að teljast, að þjóðkirkjuprestur hefir
rétt til að neita að vígja hann í hjónaband, samkv. tii-
skipun frá 1824. Með því kappi, sem nú er á það lagt
að varðveita hagsmuni prestanna með þeim hætti að gæta
þess að embættisverk gangi þeim ekki úr greipum, virð-
ist mega búast við, að prestar mundu ekki neyta pessa
réttar að jafnaði. 0g það virðist vera fremur lítið
vit í þvi, að mönnum sé heimilt að sleppa fermingunni
með öllu, en að þeim sé óheimilt að láta þann prestvígð-
an mann, sem þeirn gezt bezt að, og fer að öllu eftir
helgisiðabók þjóðkirkjunnar, framkvæma ferminguna fyrir
sig Sennilega álítur kirkjan, að eitthvert gagn geti verið
að fermingunni. Annars mundi hún naumast halda henni
við. Nú má gera ráð fyrir því — og oss þykir mikið, ef
ekki rekur að því fyr eða síðar — að sumir menn segi:
»Eg vil fela þeim presti að fræða og ferma börn mín,
sem eg felli mig bezt við. Sé mér fyrirmunað það, læt
eg ekki ferma þau«. Vér getum tæplega hugsað oss, að
því yrði bót mælt, ef kirkjan færi að aftra því, að slík
börn yrðu fermd, aftra því í því skyni að reyna að halda
nokkurum krónum til sóknarprestanna — krónum, sem
þeir fengju samt sem áður ekki.
Þar sem nú svo er komið hér á landi, að hverjum
manni er frjálst að sleppa fermingunni, og að sama 8em
engin borgaraleg réttindi eru við hana bundin, þá verða
menn að fara að gera sér ljóst, að engir sérstakir
menn geta haft einkarétt á því, að framkvæma hana.
Hún er ekkert orðin annað en trúræknisathöfn, sem hverj-
um manni lilýtur að vera heimilt að haga eftir því, sem
hann fellir sig bezt við, eins og til dærnis að taka hús-
lestrar eða bœnasamkomur utan heimilis. Það er að sjálf-
sögðu kirkjunnar verk að vinna að því eftir mætti, með
lipurð og gætni, að fermingarathöfnin, eins og aliar guð-
ræknisathafnir manna, verði sem virðulegust og sem bezt
samboðin hinu helga málefni trúarinnar. Fúslega skal
við það kannast, að tryggingin er mest í því efni, ef
14