Morgunn - 01.12.1921, Síða 84
204
MORGUNW
fermingin er í höndum prestsvígðra manna. Og að sjálf-
Bögðu er það ákjósanlegast, að svo mikið samræmi sé milli
sóknarprestsin8 og allra safnaðarmanna hans, að enginn
þeirra finni hjá sér neina hvöt ti) þess að leita til annara
um nein prestsverk. En það er á einskis manns færi að
gefa tryggingu fyrir þvi eamræmi. Og vanti það, virðist
blátt áfram fráleitt af kirkjunni að reyna að aftra mönn-
um frá trúrækni8athöfnum með kenningum um einkarétt
sérstakra manna til þess að framkvæma þær athafnir.
Þegar til lengdar lætur, verður sú tilraun áreiðanlega ár-
angurslaus.
Þriðja atriði biskups-bréfsins, sem vér viljum benda
á, er úrræðið, er mönnum er þar visað á til þess að fá
ungmenni fermt af öðrum en sóknarpresti. Það er sókn-
arbandaleysingin. Við það virðist oss þrent að athuga.
í fyrsta lagi er það úrræði óþarft í þessu skyni, að
voru áliti, samkvæmt því sem hér að framan er sagt.
í öðru lagi er mjög hæpið, að það fullnægi mönnum,.
eða það sé kleift, nema þá einstaka manni þó að alt sæti
við það Bama, sem verið hefir að undanförnu. Vér get-
um vel hugsað oss þá menn hér í Reykjavík, sem ekki
hafa augastað á neinum sóknarpresti til þess að búa börn
eln undir fermingu Og framkvæma fermingarathöfnina, en
vilja láta einhvern prestvígðan mann, sem ekki þjónar
neinum söfnuði, gera það. Og ætli það væri ekki hægar
sagt en gert fyrir fátæklinga hér í Reykjavík að senda
börn sin upp í sveit, til þesa eins að fá þau búin undir
fermingu og fermd.
í þriðja lagi er nú breyting á orðin í þaBBU efni.
Prestarnir virðast sjálfir vera að bleypa loku fyrir þetta
úrræði. I codeæ ethicus, sem Prestafélag Islands hefir sam-
þykt, er félagsmönnum bannað að gerast kjörprestar, nema
með samþykki stjórnar Prestafélagsins. Með því ákvæði
er verið að rýra það kirkjulega frelsi, sem þjóðkirkju-
mönnum er heimilað með landslögum, og litlar líkur til,.